23.8.05

pissað í flórinn

Það var afar skrítið að vera afar langt í burtu frá alt og öllu í sumar. Bara afar og ömmur og slíkt afar óhelalegt. Ekkert net, engin dís - í rauninni ómöguleg vinna þegar kærastan er á öðru landshorni..

ýmislegt skemmtilegt gerðist þó í sumar og festi ég eitthvað af því á mína nýju stafrænu myndavél!! Hafði síðan hugsað mér að setja myndir á bloggið um leið og heili minn finnur út leið til þess.

náttúran er fín.. og sveitin.. en bara ekki gleyma makanum ef hann er til staðar!

Skellti mér síðan beint á menningarnótt sem var brútal upplifun - að kveðja beljurnar og stinga sér beint í mannhaf menningarnætur.

Menningarnótt já!
næturmenning?

En það var einmannalegt í sumar og kærustuleysið soldill blús! Þá var gott að eiga bús.. í rauninni er gott að eiga vin
.. eða gin

gin í raun:

Kemstu núna hvorki lönd né strönd?
er klifið alltof erfitt? sigið skott?
langar þig að grípa hníf í hönd?
og henda lífi þínu langt á brott?

er lífið ósköp stamt og stirt
og stelpuleysið dæmt?
veröld þín öll viti firrt?
að venju geðið slæmt?

þá gott er að eiga gin að vin
þá grípa þarf ekki til hnífsins
helltu bara gini í gin
þá gleymast áhyggjur lífsins

Þú átt vinur vin í raun
gæddu þér bara á gini á laun