29.5.05

Lækjó 8/10 - Holtið 9/10

Það verður að segjast eins og er að Holtið er skrefinu framar en Lækjarbrekka að gæðum. Allavega get ég fullyrt það af mínum stuttu kynnum. Lækjarbrekka er vissulega afar kósý en það vantaði herslumuninn.
Við vorum á miklum álagstíma.. laugardagskvöld og svona og það gæti hafa haft áhrif. Það var allt mjög gott en aðalréttirnir voru svolítið ómarkvissir eitthvað.

Ásdís pantaði sér Lundaveislu:

Ferskt salat með reyktum og gröfnum lunda
Lundi með gráðostasósu

Rabarbaraeftirréttur

Mamma og pabbi pöntuðu sér Lambaveislu:

Reykt og grafið lamb
ofnbakað fjallalamb
vanillu-pannacotta með hindberjageli og súkkulaði-myntusósu

Ég fékk:

smjörsteikt brauð með laxi og basil-geitaostasósu
Piparþrennu-nautasteik með Grand Marnier og Dijon piparsósu
vanillu-pannacotta með hindberjageli og súkkulaði-myntusósu

Ásdís var mjög hrifin af sínu dæmi, ég fékk að smakka eftirréttinn og hann var snilld..-þurrkaður rabarbari og sultaður líka með æðislegri rabarbaraköku. Frábær réttur.

Mamma og pabbi fengu góðan forrétt en það var mikið um tæjur í aðalréttinum sem var illa eldaður í þokkabót.. ábót var þó auðfengin og þá kom miklu betra kjöt.

Forrétturinn hjá mér var tær snilld, gríðarlega góður réttur þó smjörbragðið væri svolítið mikið. Ég bað síðan um rare nautasteik en fékk nú að mínu mati well done.. :o sama salat var með mínum rétti og lambakjötsréttinum en þetta var mjög fínt þó kjötið væri ofeldað..
Pannacottan var síðan mjög góður endir á fínni máltíð..

Þjónustan og andrúmsloftið var gott og ekkert út á það að setja en það var bara eins og kokkarnir hefðu einum of mikið að gera á tímabili. Mjög skemmtileg kvöldstund engu að síður..