Heit áramótaheit
Á hverjum áramótum hugsa ég mér að ég ætli að gera betur á næsta ári heldur en því síðasta. Ég hef samt aldrei strengt formleg áramótaheit. Nú ætla ég að gera risalista með sjóðandi heitum áramótaheitum og reyna að standa við það allt saman. Næsta ár er það fullkomnunin sem gildir!
áramótaheitalisti:
Kaupa flík, helst bæði peysu og buxur (Hef aldrei á ævinni keypt mér föt af sjálfsdáðum og því er þetta stórskref, smáskref fyrir mannkynið en stórt fyrir mig)
Hætta að vera latur (ég veit ekki hvort ég mun nenna að standa við þetta heit)
gefa meira, þiggja meira
Vera duglegri við að raka mig (það verður erfitt að nenna að standa við þetta heit)
Ganga í samstæðum sokkum (fólk virðist almennt ekki hrifið af ósamstæðum sokkum og því virðist nauðsynlegt ef maður ætlar að vera gjaldgengur meðal þess að vanda val úr sokkaskúffu)
Vakna fyrr á morgnana og fara fyrr að sofa (ég veit ekki hvort ég mun nenna að standa við þetta heit)
Heilla kvenfólk upp úr skónum með ýmsum óvæntum aðgerðum (Það stoppar yfirleitt í forstofunni)
Halda áfram að reyna að rembast við að verða fullkominn kokkur og bakari
Baka mikið, elda flott
Hætta að vera myrkfælinn (hvernig sem maður fer að því)
Vera þægur og góður
blogga
tala lítið og gáfulega
don´t worry be happy!
Hætta að vera tapsár (Keppast um að ná því og þá get ég ekki tapað, - því ég er svo tapsár, - en þó mér takist síðan ekki að hætta að vera tapsár þá ætla ég ekkert að vera tapsár yfir því, eða reyna allavega að verða það ekki, það verður samt erfitt því ég er svo tapsár)
Fá sixpack á magann (hvernig sem maður fer að því)
Komast í betra form
Brugga rauðvín og bjóða upp á það á útskriftartónleikunum í vor
Spila vel á útskriftartónleikunum í vor (helst að framkalla gæsahúð, jafnvel tár á hvarmi)
Verða meira normal (hvernig sem maður fer að því)
áramótaheitalisti:
Kaupa flík, helst bæði peysu og buxur (Hef aldrei á ævinni keypt mér föt af sjálfsdáðum og því er þetta stórskref, smáskref fyrir mannkynið en stórt fyrir mig)
Hætta að vera latur (ég veit ekki hvort ég mun nenna að standa við þetta heit)
gefa meira, þiggja meira
Vera duglegri við að raka mig (það verður erfitt að nenna að standa við þetta heit)
Ganga í samstæðum sokkum (fólk virðist almennt ekki hrifið af ósamstæðum sokkum og því virðist nauðsynlegt ef maður ætlar að vera gjaldgengur meðal þess að vanda val úr sokkaskúffu)
Vakna fyrr á morgnana og fara fyrr að sofa (ég veit ekki hvort ég mun nenna að standa við þetta heit)
Heilla kvenfólk upp úr skónum með ýmsum óvæntum aðgerðum (Það stoppar yfirleitt í forstofunni)
Halda áfram að reyna að rembast við að verða fullkominn kokkur og bakari
Baka mikið, elda flott
Hætta að vera myrkfælinn (hvernig sem maður fer að því)
Vera þægur og góður
blogga
tala lítið og gáfulega
don´t worry be happy!
Hætta að vera tapsár (Keppast um að ná því og þá get ég ekki tapað, - því ég er svo tapsár, - en þó mér takist síðan ekki að hætta að vera tapsár þá ætla ég ekkert að vera tapsár yfir því, eða reyna allavega að verða það ekki, það verður samt erfitt því ég er svo tapsár)
Fá sixpack á magann (hvernig sem maður fer að því)
Komast í betra form
Brugga rauðvín og bjóða upp á það á útskriftartónleikunum í vor
Spila vel á útskriftartónleikunum í vor (helst að framkalla gæsahúð, jafnvel tár á hvarmi)
Verða meira normal (hvernig sem maður fer að því)
<< Home