21.12.04

Hvítlauksísinn!!

jæja þá er maður búinn að brjóta allar brýr að baki sér.
Blinda stefnumótið við hvítlaukinn er búið.

ég hef smakkað hvítlauk í ýmsu formi, pantaði mér m.a. hvítlaukssúpu þegar ég var á veitingastað í Vín í vor. En ekkert gat undirbúið mann fyrir að smakka hvítlauksís. Rosalega sterkt hvítlauksbragð þegar hvítlaukurinn er svona kaldur, ísinn er ekki alveg frystur ennþá en ég var að smakka og váaáááaa. Þetta er rosalegt. Maður angar allur af hvítlauk eftir einn bita. Sykurinn og hvítlaukurinn eru alveg að rokka saman.
Ef maður er nógu mikill psycho þá finnst manni þetta gott. Þeir sem telja sig nokkuð heila á geði skulu bara gleyma þessu!

Hér á vel við lagið hans Hallgríms úr heilsubælinu, ég man ekki alveg hvernig textinn er..


Hvítlaukurinn, það ættu allir að eta hann
hún eykst manni um helming getan
og sætur ilmurinn, sest í nefgöngin, haaoo.

(Sparaðu hvítlaukinn Hallgrímur minn.
Hann drepur mann út úr þér óþefurinn.
Ef andarðu á einhvern sem stendur þér hjá.
Hann engist af kvölum og fellur í dá.)