12.1.05

fjórar staðreyndir III

þó fólk sé almennt saklaust og heimskt, er óþarfi hjá þeim vitrari og valdameiri að blekkja það

þó barn sé óþægt er engan veginn hægt að halda því fram að það sé góð hugmynd að hlekkja það

ef hjartað er úr takti og skinnið orðið slappt og leiðinlegt er ráð að kíkja í ræktina og strekkja það

ef fólk litar á sér hárið verður maður feiminn því manni finnst maður ekki þekkja það


--óvéfengjanlegar staðreyndir í mínu viðmiðunarkerfi. vitleysa fyrir mörgum..

ein staðreynd til viðbótar er að það er ekki gáfulegt að fara á kóræfingu ef þú getur varla komið upp orði og ert slappur og leiðinlegur.