22.12.04

hvítlauksísinn og guð

Það virðist næsta augljóst að hvítlaukur og ís er eitthvað sem guð gerði ekki ráð fyrir í plönum sínum. Það er eitthvað óþægt (og óheilagt) við það að opna ísboxið eins og ég gerði áðan, sjá þennan dýrindis ís en finna síðan þessa svaka hvítlaukslykt taka á móti manni. Eittthvað naughty! Þetta er eins og að blóta í kirkju, míga í vaskinn, horfa á Omega stöðina, lesa klámblöð eða eitthvað slíkt.. eitthvað sem er hægt að gera en óskráð lög segja þér að sé ekki alveg sniðugt. En djöfull hlakka ég til að smakka nokkrar skeiðar af honum og vita hvernig áhrifin verða! úúúff..