23.12.04

hvítlauksísinn og guð II

Það virðist vera fastbundið í eðli Íslendinga að ögra Guðsgjöfum á þorláksmessu. Sálræn steggjapartí!
guð gaf okkur bragðlauka til að vinsa góðan mat frá vondum en á þollák háma Íslendingar í sig myglaða skötu. Ég get sjálfur ekki ímyndað mér einhvernveginn að fá mér skötubita en ég mun pirra bragðlaukana á annan hátt í dag, með því að fá mér hinn margumtalaða hvítlauksís!

ps.
Elsku Dominos! Viljið þið hætta að auglýsa (ykkar ágætu pizzur) með færeyska gaurnum, þetta eru ömurlegar og ófyndnar auglýsingar og ég mun ekki fá mér dominos á meðan að þetta færeyska þema er við lýði. Please make it stop!