26.9.06

Einhver gæti dregið þá ályktun

Að ég hati september.. en svo er ekki.

þjáist bara af athyglisbloggröskun þessa dagana.

Núna erum við með netið en ég veit ekki hvort það er netið “okkar” eða net nágrannans sem við erum á? Allavega getur maður skoðað tölvupóstinn og svona.. og bloggað jújú. Þó maður hafi ekkert að segja.


Heyrðu jú Þingvellir! Þingvellir eru ekkert smá fallegir á haustin í stilltu veðri. Við Ásdís fórum þangað síðustu helgi, það var æði.

Svo langar mig að lýsa frati á það að Beverly Hills 91237894 var fært yfir á daginn þegar ég er að kenna. Þetta var orðið ákveðið friðþægingaratriði að horfa á það, kom mér í gegnum næturvaktirnar í sumar og svona en nú hef ég ekki séð hvað vinir mínir Steve, Brenda, Brandon, Dylan, Donna, og David eru að bardúsa í allan september!

Blessun í dulargervi? kannski..

1.9.06

af næturvakt (lokavakt)

Já ágúst er búinn að vera kurrreisí djammmánuður.. 16 tíma partí flesta daga.. en nú er þetta að enda og ég er að fara að vinna venjulega vinnu.

Þessar 16 tíma vaktir hafa verið frekar erfiðar en núna þegar skólinn er byrjaður og ég er að byrja að kenna og svona byrjar erfiðið fyrir alvöru. Þegar skólinn, píanókennslan, næturvaktirnar og Kópavogshæli skarast allt verða hlutirnir soldið súrir. Dagskráin 30. ágúst til 2. sept. er svona: (stundum þarf m.a.s. að vera á tveimur stöðum í einu) (31. ágúst var sérstaklega slæmur!)

mið 30. ágúst

10-14 innritunarstörf og kennarafundur
13-15 Sálfræði í kennaranáminu
18-22:30 kópavogshæli
22:30-23:35 partí hjá Hillu

fim 31. ágúst

0-8 næturvakt á elliheimili
10-12 kennarafundur
13-16 Sálfræði í kennaranáminu
15:30-23:30 kópavogshæli

fös 1. september

0-8 næturvakt
13-15 taka til í Skarphéðinsgötu og skila henni af sér
15:30-23:30 kópavogshæli
18-19:30 Kennarafundur

laug 2. september

8-16 kópavogshæli
20-22 kópavogshæli
..............
Ég ætla aldrei aftur að lenda í svona mörgu í einu.. það gengur ekki. Svo byrjar bara píanókennslan 4. sept og allt verður eðlilegt aftur! VEI!! VEI!!
Þetta er síðasta næturvaktin!!