Einhver gæti dregið þá ályktun
Að ég hati september.. en svo er ekki.
Núna erum við með netið en ég veit ekki hvort það er netið “okkar” eða net nágrannans sem við erum á? Allavega getur maður skoðað tölvupóstinn og svona.. og bloggað jújú. Þó maður hafi ekkert að segja.
Heyrðu jú Þingvellir! Þingvellir eru ekkert smá fallegir á haustin í stilltu veðri. Við Ásdís fórum þangað síðustu helgi, það var æði.
Svo langar mig að lýsa frati á það að Beverly Hills 91237894 var fært yfir á daginn þegar ég er að kenna. Þetta var orðið ákveðið friðþægingaratriði að horfa á það, kom mér í gegnum næturvaktirnar í sumar og svona en nú hef ég ekki séð hvað vinir mínir Steve, Brenda, Brandon, Dylan, Donna, og David eru að bardúsa í allan september!
Blessun í dulargervi? kannski..