27.2.07

spá

mér finnst spennandi að sjá hversu næmur ég er á hlutina og ætla því að spá fyrir um úrslit kosninganna í vor

ef ég næ að vera með allt innan 1,5 % marka er ég sáttur við árangurinn!

B 12,3
D 35,5
S 27,2
F 7,8
V 17,2

Ríkisstjórnin fellur
B fellur ansi mikið
D bætir pínu við sig
S hefur verið að drulla á sig í skoðanak. en sækir aðeins í sig veðrið
F bætir smá við sig
V stórbætir sig

Þetta er tilfinning mín..

18.2.07

maður lærir ýmislegt eftir því sem maður fullorðnast

svo lengi lærir sem lifir

Það er ekki sniðugt að borða 2 hamborgara með frönskum og kók rétt fyrir svefninn.

Þá dreymir mann bara einhverja vitleysu og vaknar með magaverk.

Framvegis ætla ég að láta 1 nægja.

mig dreymdi

að ég væri á fyllerí með miklum mannfjölda, m.a. kórnum og einhverjum mörgum fleiri.

Ég var á tali við Spánverja sem var ógnarsmár, ca. helmingi minni en ég og hann var með svona spænskar krullur, maradona-krullur. Ég dýrkaði þennan gaur og það fór vel á með okkur.

Skyndilega heyrðist mjög hávær sinfóníubíómyndatónlist og síðan beint í kjölfarið kom væmin trúbadortónlist þegar Brandon úr Beverly Hills 90192039 kom askvaðandi. Skyndilega var ég kominn inn í lokaþátt Beverly Hills og það kom í ljós að Brandon var ættleiddur og var að hitta raunverulega foreldra sína... og það var þess vegna sem væmna trúbadortónlistin var.

Ég man síðan ekki meir fyrr en þátturinn endaði en þá komu allir leikararnir hlaupandi fram á sjónarsviðið og Beverly Hills lagið var blastað.

en það var ekki nóg með að leikararnir kæmu hlaupandi heldur komu líka ungu útgáfurnar úr fyrstu seríunni hlaupandi, þannig að það voru tvö eintök af hverjum. Ég hljóp um sviðið í nostalgíukasti og virti fyrir mér ungu og gömlu týpuna af hverjum leikara. Ég hljóp meðal annars að ungu Brendu og kleip í brjóstin á henni.

þá vaknaði ég og var illt í maganum.

14.2.07

hehe

Ásdís er byrjuð að breytast í laginu...

12.2.07

hitastig í heilanum

ískalt

Baugsmálið. Ég hef aldrei haft áhuga á því og hef sífellt minni eftir því sem árin líða. Nú í morgun var úttekt á rás1 á Baugsmálinu. Ég hefði frekar hengt mig en hlusta á það.

kalt

Vörutorg á Skjá einum. Guð minn almáttugur hvað það er hallærislegt allt saman.

volgt:

Rachel Ray. Ég hlakkaði til þegar nýir matreiðsluþættir voru að byrja á Skjá einum en... svo er hún bara að tala mest allan tímann, grípur fram í fyrir viðmælendum þannig að...

heitt

Hafragrautur á morgnana. Heitur og góður, kannski ekki mest spennandi matur í heimi en hvílík undirstaða. Ég er trylltur yfir því að ég hafi ekki byrjað að borða hafragraut fyrr en í sumar.

snarkandi

Heroes.. Rosa spennandi, bíð spenntur eftir hverjum þætti, vonandi enda þættirnir samt ekki eins og LOST – í algjörri vitleysu með uber teygðan lopa!

(Gaddfreðið: LOST – lopinn er slitinn!)

7.2.07

veikur :(

Búinn að vera veikur alla vikuna omg... leiðinlegt!

kostir:

hangi heima
horfi á vídeó
fæ þjónustu og stjan frá maka

gallar:

hangi heima
engar vídeóspólur til að horfa á
maki er að heiman frá 8-17

mér leiðist..

en maki gerði reyndar það góðverk í gærkvöldi að leigja tvær spólur: I kina spiser de hunde og this boys life.. þannig að nú skal njóta þess að vera veikur og glápa á þessar spólur!

050607

er flott líka...

en alltof snemmt!

2.2.07

070707

Ég mundi ekki kvarta þó þetta yrði fæðingardagur barns okkar... en... það er ekkert skilyrði sko!

1.2.07

once you go black - all you can say is takk

á nokkra blýanta - flest allir daufir og pirrandi, en núna var ég að hripa niður minnisatriði með einum góðum og gildum - og vá hvað það kom dökkt! Maður þarf ekkert að rembast til að það komi eitthvað, neibb - bara "one gentle stroke" Af hverju eru ekki allir blýantar með svona dökku blýi?

blogg um blýanta
blogg er vart
vildi einungis árétta
ég elska svart

(hmmm)
(vonandi misskilur enginn..)