30.8.05

ég nenni ekki í skólann á morgun! (og þó!)

heimkomugjöf
koss
opinn faðmur
góður matur
fótanudd
milljón spurningar um ferðina og alles

fyrst fer ég í skólann en Ásdís kemur síðan seinni partinn (vei!!) og ég ætla að taka vel á móti henni!

Húrra! húrra!

Gísla Martein sem borgarstjóra!!

hahaha.. þvílík snilld, þvílíkur húmor... eða er þetta ekki örugglega grín?!

29.8.05

ég splittaði mér ei!

heldur mætti á starfsmannafund.. sem var kinda cool
og hljóp síðan í strætó og náði seinni helmingnum af fyrsta tímanum í skólanum - heimspeki.

Heimspeki er fag sem er.. ja.. ekki minn smekkur.. og þó.. það má nú velta því fyrir sér... hvað er smekkur og hvað er....

Eins og til heiðurs Ásdísi

ég hef sofið í íbúðinni hennar Ásdísar á stúdentagörðunum núna í 3 nætur. Ásdísarlaus Ásdísaríbúð er eins og brauð án áleggs.. hálfgert frat..

Síðasta vetur þegar við fórum að sofa í íbúðinni hennar klöngraðist Ásdís oft fram úr og lokaði forstofuhurðinni þegar við vorum lögst. Ég skildi aldrei af hverju það fór í taugarnar á henni að forstofuhurðin væri opin á nóttunni.
Síðustu þrjár nætur hef lagst í rúmið og rekið augun í opna hurðina.. það böggar mig svo sem ekki en ég hef alltaf klöngrast á fætur og lokað henni!! Eins og til heiðurs Ásdísi.. það er einhvernveginn tilhlýðilegt!

28.8.05

kúl!

ég er að fara á kennarafund á morgun. Á einhvern undarlegan hátt finnst mér það kúl! geta farið inn á kennarastofu og fengið mér kaffi og svona.. call me strange...

eini gallinn er sá að ég á vera í skólanum á nákvæmlega sama tíma á morgun. 13:30.
en jæja..

ég er búinn að standa í þeirri meiningu að ég sé að fara að kenna í Nýja Tónlistarskólanum í allt sumar en var að komast að því.. við nánari athugun.. að ég er að fara að kenna í Tónmenntaskóla Reykjavíkur! Það er eins gott að hafa svona á hreinu! Mæta í rétta vinnu og svona.

Ásdís fer til Tallin á morgun, mánudag og kemur síðan til mín eftir 3 daga með spennandi ferðasögu og góðar myndir á myndavélinni minni nýju. Búin að hlaupa berrössuð um allt Finnland og prófa ýmislegt nýtt.
:)

27.8.05

5 dagar í Ásdísi

jæja í kvöld var ég að hjálpa Önnu að flytja þriðja kvöldið í röð. Hún er búin að vera svona meginfélagsskapurinn í fjarveru Ásdísar. Nú er flutningunum lokið og ég segi bara takk Anna! fékk bita af pizzu hjá henni bæði í gær og í dag og amrískar pönnukökur með sírópi, smjöri og jarðarberjum í gær.. það var magnað.

Ég læsti mig úti í dag og fór á tveggja klst vergang meðan ég beið eftir nágrannanum sem gat hleypt mér inn í sameign. Kryddar daginn að vera svona vitlaus! fékk mér mangóte á meðan ég beið!

Ásdís fór nakin í eitthvað vatn í Finnlandi í dag! ég veit ekki hvar þetta endar.. hehe!
Svo fer hún út á lífið annað kvöld, laugardagskvöld og mér finnst einhvernveginn ógnandi að vita af elsku stelpunni minni á pöbbarölti í útlöndum með tveimur vinkonum sínum, call me a loser!! En hún er búin að lofa mér að fara varlega og gæta sín í hvívetna..

Ég fer síðan sjálfur í partí líka hjá Birnu kórfélaga þar sem saman verða komnar líklegast 50-60-70 manneskjur eða eitthvað.. eða þúsund eða eitthvað?!... hvort verð ég feiminn eða feiminn? Stefni samt á að skemmta mér og vera lengi þó það verði svona margir og engin Ásdís til að hanga í pilsfaldinum á... Það verður stuð...

24.8.05

Ég er varla fyrr lentur i Reykjavík..

.. en Ásdís er flogin til Finnlands!

alas..

en þetta verður nú bara vika! ekki heilt sumar!

Keyrði þær vinkonur á flugvöllinn í morgun (Nótt). Lögðum af stað um hálf-fimmleytið og ég kom síðan aftur heim upp úr sex. Þá fór ég að spila tölvuleik (ég veit) og lagði mig ekki aftur fyrr en um níuleytið og þá bara í hálftíma ca.!

Þess vegna sofnaði ég á sófanum í hálftíma hjá Önnu Ósk þegar ég var að hjálpa henni að flytja.. er það boðlegt? Allavega virtust þó hvorki hún né kötturinn Njáll kippa sér upp við það. Á morgun ætlar hún svo að bjóða mér í amrískar pönnukökur og þá fæ ég líka Andrésblöð og "milljón" kerti.

vei!

(p.s. Ásdís, ég sakna þín.. skemmtu þér vel og farðu varlega! Aldrei að vita hverju Finnar taka upp á!)

djöfull er bandí hressandi!

mæli með því fyrir alla! konur og kalla (þ.e. karla, ekki Kalla)

23.8.05

pissað í flórinn

Það var afar skrítið að vera afar langt í burtu frá alt og öllu í sumar. Bara afar og ömmur og slíkt afar óhelalegt. Ekkert net, engin dís - í rauninni ómöguleg vinna þegar kærastan er á öðru landshorni..

ýmislegt skemmtilegt gerðist þó í sumar og festi ég eitthvað af því á mína nýju stafrænu myndavél!! Hafði síðan hugsað mér að setja myndir á bloggið um leið og heili minn finnur út leið til þess.

náttúran er fín.. og sveitin.. en bara ekki gleyma makanum ef hann er til staðar!

Skellti mér síðan beint á menningarnótt sem var brútal upplifun - að kveðja beljurnar og stinga sér beint í mannhaf menningarnætur.

Menningarnótt já!
næturmenning?

En það var einmannalegt í sumar og kærustuleysið soldill blús! Þá var gott að eiga bús.. í rauninni er gott að eiga vin
.. eða gin

gin í raun:

Kemstu núna hvorki lönd né strönd?
er klifið alltof erfitt? sigið skott?
langar þig að grípa hníf í hönd?
og henda lífi þínu langt á brott?

er lífið ósköp stamt og stirt
og stelpuleysið dæmt?
veröld þín öll viti firrt?
að venju geðið slæmt?

þá gott er að eiga gin að vin
þá grípa þarf ekki til hnífsins
helltu bara gini í gin
þá gleymast áhyggjur lífsins

Þú átt vinur vin í raun
gæddu þér bara á gini á laun

hin sérstöku verðlaun:

anna þú ert best (fyrir utan ásdísi)
óli þú ert næstbestur
mummi þú ert geðveikur
telma þú ert rosaleg
jón ó þú ert sexí son of a..

þetta gildir í mínu viðmiðunarkerfi núna.
vonandi njótið þið hróssins.

fyrir utan hrós er síðan innifalið í verðlaununum kaffiboð, 12. apríl 2007. verið velkomin þá!

20.8.05

uuuu..

HÆ!
ég er kominn aftur í siðmenninguna
hef ekkert að segja í bili nema..
uuu..
hæ!
-
-
-
-
ps. fyrstu 5 sem commenta fá sérstakan glaðning! :)