27.2.06

gluggaveður

ohhh það er svo fallegt veður. Sólin skín og svona. En varúð! Ég fór út á brókinni áðan með melónuappelsínubananaananasdrykkinn minn til að njóta veðurblíðunnar.. og það er ískalt. Ég sit því bara hérna í sófanum og horfi út um gluggann með drykkinn í hendinni.

19.2.06

fyrir&eftir

það er búið að væla um fyrir klippingu/eftir klippingu myndir svo hérna koma þær...

fyrir











eftir













nei bíddu.. einhver mistök í gangi..
hér kemur rétta myndin:

eftir

13.2.06

klukkan er fjögur

Maður verður að láta sig hafa það er maður hefir verið klukkaður..

Fjögur störf sem ég hef gegnt:

Kúasmali
Liðveitandi
Píanókennari
byggingavinna

Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

Silent movie
Star wars
Wonderful life
Groundhog day... og margar fleiri

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Lund í Svíþjóð
Kringlumýri 4 - Akureyri
Grafarvogur
Skarphéðinsgata 12

Fjórir sjónvarpsþættir:

SEINFELD
Malcolm in the middle
Family Guy
Simpson

...ég er white trash! úff

Fjórar vefsíður sem ég heimsæki daglega:

Ástdís

Sudoku
- metið í easy er komið í 3:28 hjá mér
engin önnur daglega.. því miður..

Fjórir af uppáhaldsréttum:

Djúsí nautasteik
Grafið lamb með gráðaosti
Góð villibráð, t.d. Krónhjartarmedalíur
Gott lasagna

Fjórir staðir sem væru betur þegnir:

Svíþjóð
Köben
Rúmið
uuuu.. Sahara bara

9.2.06

what!!

ég hélt alltaf að ég væri 175,8 cm en er víst 177! Hef greinilega stækkað um rúman cm síðan í 10. bekk!

7.2.06

Algjör perla

Þar sem við erum búin að vera nánast daglegir gestir á Hótel Holti síðustu misseri ákváðum við að heiðra Perluna með nærveru okkar síðasta sunnudag. Skelltum okkur á þriggja rétta tilboð á aðeins 5000 kall og rauðvínsflösku á þrjú og sex. Síðan fengum við tvo agnarsmáa aukarétti þannig að þetta varð einskonar 5 rétta máltíð.

Fyrst fengum við í smakk smá krabbasalat með kavíar sem okkur fannst báðum afar gott. Hefðum viljað meira af því en þetta var fínn "teaser". Þá kom Parmaskinka með polentuköku ofan á sem var aðeins síðri, skinkan svolítið þurr eins og svona skinkur eru svo viðkvæmar fyrir en mjög góð þó engu að síður. Polentukakan ofan á var óvenjuleg en góð og síðan var hefðbundið að hafa rucola og rifinn parmaost með.

Næst kom annar "teaser"; Engifer- og sítrus krap. Ég fékk tvö glös af því af því að fyrra glasið sprakk á disknum (heitt vs. kalt ekki að rokka þar). Annars var þetta fínn milliréttur.
Svo kom aðalrétturinn; Nautakjöt með bearnise sósu og ýmsu fínu meðlæti. Svona eins og maður bjóst við var þetta eðalsnilld.

Eftirrétturinn setti síðan góðan punkt yfir i-ið með pistasíufrauði og súkkulaðiís.

Hefðbundinn matur en snilldarumhverfi - og þó.. lofthræðslan plagaði mann stundum þegar maður fór á klósettið, sérstaklega þegar koníakið var komið ofan í maga, og síðan hringsnerist allt sem hljómar kúl en er pínu ruglandi í raun.

en jújú algjör snilld þetta kvöld.

Perlan

ég er algjör fyrirmynd enda hálfgerð eftirmynd

1.2.06

Fríða og dýrið

haha

Fór á Rauðhettu og úlfinn í dag (hárgreiðslustofuna). Var sendur þangað af Ásdísi og mér fannst eins og ég væri komin á Fríðu og dýrið frekar (ég verandi dýrið). Mér leið ótrúlega aulalega þegar Fm hnakkagellan fór höndum um hárið og "kommentaði" í sífellu á hversu nauðsynleg þessi klipping væri; "Náááákvæmlega!" eins og hún sagði svo oft... Má maður ekki vera nörd í friði.

4500 kall!

Ég sprakk úr hlátri þegar ég kom út, gat ekki að því gert. Ég speglaði mig í búðargluggunum með nýju hátísku-klippinguna mína og leið eins og sjokkowannabe dauðans.. en þetta venst nú aðeins. Mér líður meira eins og fallegum hundi núna með kvöldinu.