24.1.07

iðjuleysi

maður er kannski orðinn gamall, þreyttur/stirður þegar maður heyrir í morgunleikfimi rásar 1 yfir hafragrautnum og hugsar með sér:

"sénsinn að ég nenni þessu!" - etteroferfitt

samt snerist málið nú ekki um annað en að teygja hendurnar upp í loftið og spenna ökkla og eitthvað slíkt..

22.1.07

note to self

ekki reyna að fara heljarstökk aftur.

Það er ekki eðlilegt að fara að syngja með kór í Skálholti (hljómar sakleysislega) yfir eina helgi en enda á mánudegi með alla vöðva, taugar og bein líkamans í uppnámi. Þessar fimleikaæfingar á laugardagsnótt voru ekki alveg nógu vel ígrundaðar.. en þetta var engu að síður mjög gaman!

14.1.07

Little miss sunshine

Mynd sem allir (ALLIR sko) þurfa að sjá.. algjör snilld. Fegurðarsamkeppnir og óhófleg óhófssemi tekið snyrtilega í rahóið.

12.1.07

:)

Við erum ekki að eignast barn af því að það er eitthvað í tísku eða til að herma... bara af því okkur langaði til þess. Bara svona rétt til áréttingar...

Það eru allir óléttir þessa dagana eða með vart skríðandi króga þannig að maður kemur kannski út eins og hermikráka... en þetta er gaman..

0801

já ég átti afmæli fyrir nokkrum dögum og er enn í sæluvímu. Það er ekki ónýtt þegar maður kemur úr vinnunni að það bíði manns dúkað borð og óvæntir matargestir.

hvítlaukshumar með humarsósu
krónhjartarlundir með villisveppasósu og rótargrænmetiskássu
splash! aladísa

Ég asnaðist ekki til að taka myndir af krásunum en nærri má geta að þetta leit bæði vel út og bragðaðist unaðslega.

5.1.07

2006

Ég þroskaðist heilmikið á árinu 2006

Ég vann í fjórum mismunandi störfum, og var í kennaranámi.

Ég varð óléttur

Ég trúlofaði mig

Ég keypti nýja íbúð

Ég keypti verðbréf

Ég fór til Finnlands í fyrsta skipti, og til Svíþjóðar og Danmerkur

Ég tapaði 70000 kr á því að rispa bílaleigubíl (grrrrr)

Ég fór í bláa lónið

Ég varð í 32. sæti á heimslistanum í Striker of the month í ágústmánuði (ó hvað það var gaman á næturvöktum)

En svo reyndar er ýmislegt sem ég hef ekki þroskast með ennþá - - alas...

Ég er ennþá skapstirður og tapsár

Ég er ennþá þreklaus sóðalöpp

Ég les lítið af bókum (á eftir að lesa nýjustu Potter)

Mér finnst prumpulykt vond

Fór ekki á fjöll (Esjuna eða slíkt!)

en engu að síður...

2007 ! !