30.12.05

(veitingastaðir) 1 dagur - 2 kaffihús

í dag fór ég á Bláu könnuna í kaffi með Ásdísi. Best að byrja á því að biðja kvenþjóðina afsökunar, ég ætlaði ekki að gera þetta! Fór óvart á kvennaklósettið og skildi ekkert í hve andrúmsloftið var afslappað. Allt snyrtilegt og fallegt og mér fannst eitthvað grunsamlegt. Vippaði honum samt út við opnar klósettdyr og ætlaði að fara að míga þegar ég heyrði blíðan kvenmannshósta í næsta stalli og var þá snöggur að vippa honum inn og fara yfir á karlaklósettið.

Fórum síðan á kaffi Karólínu í kvöldmat.

Kaffi Karólína ***1/2

fengi kannski 3 eða 3 og hálfa stjörnu af 5 mögulegum.
Við vorum níu sem fórum og pöntuðum okkur alls kyns rétti. Matseðillinn var einfaldur en freistandi. Ég fékk mér léttreyktan svartfugl í forrétt sem var mjög góður, með epla og kókossalati sem smellpassaði með. Í aðalrétt fékk ég mér nautalund sem var einnig mjög góð og sérlega gott meðlæti fylgdi með, t.d. karamelluhvítkál og blómkálsfroða!!
Eftirrétturinn var svolítið sviplaus viský-súkkulaðikaka með ágætum kaffiís. Ágætir réttir hjá mér en inn á milli komu réttir sem voru varla boðlegir á svona stað, t.d. kræklingsréttur sem nokkrir pöntuðu sér í forrétt, ótrúlega óspennandi réttur (eingöngu kræklingur) og auk þess ekkert svo góður.
Þjónninn var líka í slappari kantinum með setningar eins og:

Einhver: hvernig ostakaka er í eftirrétt
þjónn: æi bara venjuleg ostakaka

Ekki mikil liðlegheit!

matarlega séð fær staðurinn svona þrjár og hálfa en í heildina ætti hann í raun ekki skilið meira en svona 2 og hálfa til þrjár...

27.12.05

arg og æ

mér er of illt í bakinu til að blogga! En nú er ég að blogga þannig að fyrsta setningin er þá ekki alveg sönn.. mér er samt illt í bakinu. ógeðslega illt.

Það er gaman að búa til brjóstsykur. Ég og Siggi erum búnir að búa til tutti frutti mola og jarðaberjapiparmyntumola. Þeir voru ætir og mjög flottir.

ái mér er illt í bakinu, of illt til að blogga. Ásdís kemur á morgun og ég ætla að spyrja hana hvort hún vilji ganga á bakinu á mér!

smyrja brauðið meðan það er enn heitt

þeir sem hafa áhuga á ristaðbrauðsáti

ég veit ekki með ykkur en ég er búinn að vera að svissa svolítið um stíl síðustu misseri. Í staðinn fyrir að smyrja báðar brauðsneiðarnar fyrst og setja síðan sultu/gúrku og ost á - þá smyr ég núna fyrst aðra og og set álegg á og smyr síðan hina og set áleggið á hana.. sparar mikið stress. Á þennan hátt næ ég fram tveimur mismunandi en mjög góðum sneiðum í staðinn fyrir að reyna að ná þeim alveg eins.

ég var í sturtu áðan.. ég er geðveikt hreinn.. ég anga af hreinlæti.. nei ekki þannig sturtu dónapésarnir ykkar!

smakkaði viský í gær hjá mumma bróður sem bragðaðist eins og hangikjöt! Nú segir einhver: "galgopinn þinn" en þetta er satt!
viskýið bragðaðist eins og bloody hangikjöt. Blóðugt hangikjöt hljómar illa og viský sem bragðast eins og hangikjöt hljómar líka illa og satt best að segja var ég ekki upprifinn.. hélt að mér þætti allt áfengi gott.. annars finnst mér nú koníak alltaf betra en viský (kerlingin ég) :(

nú er klukkan að verða 5 að nóttu og ég er búinn að vera klst í fokking sudoku og ég virðist vera að játa mig sigraðan. Bugaður á sál og líkama segi ég góða nótt og vona að þið fyrirgefið allar mínar misgjörðir svo sem ég og fyrirgef yðar (kannski)

Á maður kannski að telja hvað maður fékk sniðugt í jólagjöf??
æi nenni því ekki núna

2 mínútur í 5!! pæliði í því! þetta er sick

24.12.05

Gleðileg jól - 12 tussur

jæja bastarðar, hlekkir á síðu, Ásdís, vinir, vandamenn, fjandmenn, landsmenn og heimur allur.

Gleðileg jól!
God jul allihopa!
Glædelig jul!
very merry christmas!
Konta boorastini!

megi gleði, friður og pakkar ylja hjörtum ykkar allra!

12 tusser - fæst í Tiger á 200 kall - - - vona að einhver gefi mér 12 tussur!

---
og Hafdís flautari!! spes kveðjur til þín!

hertu upp hugann núna
Hafdís þú ert best
skemmtilega skemmtileg
já skemmtilegri en flest

hvað þó einhver illfygli
angri og skapi tár
þú ert svaka snillingur
já svakalega klár

framtíðin er flauterí
á frægðarinnar veg
þú ert svo gríðar gefandi
og góð og notaleg

rosa rosaleg
jafnvel pínu betri en...
...ég!

---

(
auka athugasemd:
tussur verandi tússpennar sko!!

)

en jólamaturinn er á leiðinni.. best að drífa sig í sturtu og þetta hefðbundna.. ætli maður raki sig ekki m.a.s. í tilefni dagsins!!

Gleðilega hátíð allir!

22.12.05

Kominn til Akureyrar

2 dauðir fuglar og fegurð

Hef sjaldan upplifað jafn mikla fegurð eins og ég varð vitni að í Borgarfirði á leiðinni frá Reykjavík í dag. Himininn var allur fjólublár og rauður og hvít jörðin var jólalegri en andskotinn sjálfur.

Einhversstaðar á leiðinni þusti upp hópur af fuglum og tveir þeirra ákváðu að stytta sér aldur og flugu beint fyrir bílinn. Nú eru þeir dauðir

Ég var bæði veikur og þunnur þegar ég vaknaði í morgun þannig að þessi bílferð var ekki efst á óskalistanum.
Fréttatíminn var samt góður. Mér fannst t.d. ansi fyndin fréttin af því að flugmenn eru þrefalt líklegri en aðrir til að fá ský á auga..

20.12.05

af öllum netleikjum

er þessi sá súrasti.. en kannski sá mest spennandi líka?!!

ég skal segja þér...

1. eitthvað handahófskennt um þig
2. hvaða lag minnir mig á þig
3. hvaða kvikmynd/sjónvarpsþáttur minnir mig á þig
4. hvaða bragð minnir mig á þig
5. eitthvað sem hefur bara þýðingu fyrir mig og þig
6. fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. á hvaða dýr minnir þú mig

ef þú skilur eftir athugasemd!

18.12.05

afmæli

það er víst akkúrat ca. ár síðan ég byrjaði að blogga. Á maður ekki að halda upp á daginn?

uuu nei kannski ekki...

En No´ni bróðir og Siggi bróðir komu í kaffi í dag ásamt dömum sínum og Borgný er í heimsókn núna.. þannig að það er veislustemmning. Ég er búinn að baka piparkökur og vöfflur í dag.. mmm... einskonar veisludagur - þótt ekki sé það til heiðurs "Helgistund" :p

en ég hugsaði mér alltaf á ársafmælinu að rifja upp bloggið mitt og sé að ég er með kúkogpisshúmor en hér eru mest áberandi færslurnar eða eitthvað:

fyrsti alvörupistillinn
um tilgang bloggs míns..
umdeildasti pistillinn
allt varð vitlaust þegar þessi birtist.. voru einhver 27 comment ef ég man rétt
virtasti pistillinn
þessi veitti mér virðingu lífsins
uppáhaldspistillinn minn
pistill sem varð til daginn eftir að Ásdís kom fyrst í heimsókn.. hún er lesblind.. ég þyrfti að fara að skrifa fleiri "til hjálpar lesblindum"
leiðinlegasti pistillinn
reyndar viljandi leiðinlegur.. en.. leiðinlegur engu að síður, -- leiðinlegur..
skrítnasti pistillinn
æ, mér dettur enginn í hug..

en jæja best að fá sér piparköku.. þær tókust ágætlega! Anna, hlakka til að heyra álit þitt annað kvöld!

17.12.05

skítugur á djammið

Var á kaffi Viktor í gærkvöldi að horfa á idol hvar Telma kórfélagi var að keppa í 30 manna úrslitum eða eitthvað.. gleymdi alltaf að monta mig yfir að þekkja manneskju í úrslitum en hún datt víst út í gærkvöldi þannig að ekkert verður af montinu.. :p

Maður á ekki að fara í nýþvegnum, fínum fötum, næstum því greiddur og fínn út á lífið. Fötin eru algjör vibbi eftir smá kaffihúsaskrepp. Ég hlakka til reykingalausra staða í framtíðinni. Þangað til mun ég fara skítugur á djammið!

16.12.05

önnum kafinn næstu önn!

Var að bæta við mig 9 píanónemendum eftir áramót!
Áður en ég fór í starfsviðtalið hugsaði ég með mér að ég gæti bætt við mig 6 nemum án þess að önnin yrði rugl.. en tók 9..

kostir: slatti af peningum í kassann
gallar: með skólanum og kórnum verð ég að frá 8 - 18:30 á mán.. 8 - 20 á þrið.. 8 - 18 á mið.. 8 - 20 á fim.. 8 - 18 á fös..

hmm..... síðan þarf víst að læra heima og svona... jæja!

ps: fæ reyndar góða pásu frá 13 - 15 á þriðjudögum og 13 - 14 á miðvikudögum.

13.12.05

Jólafrí

Takk fyrir

ég elska jólin

Kláraði skólann í gær með heimspekiprófi. Var aldrei þessu vant stressaður daginn fyrir, aðalástæðan var kannski sú að ég kunni ekki neitt í efninu..

Ég leysti það með því að fá mér nokkra kaffibolla upp úr miðnætti og fór síðan svefnlaus í prófið kl. 10.
Ásdís vakti eiginlega alla nóttina líka við sinn lærdóm- þannig að þetta var rómantísk (not) vökulærdómsstundarnótt.

var frekar þunnur í gær en er orðinn góður nú.

11.12.05

Nissan micra

jæja, þá er fyrsta jólagjöfin komin! Við Ásdís erum búin að breytast í "bíleigendur".

Hvað þýðir fret?

Sótti demo á netið..

taldi mig kunna ensku sæmilega en í þessum texta er eitt orð sem ég næ ekki alveg! nema þetta sé íslenskusletta.

We hope you’ve enjoyed playing your demo of Bricks of Atlantis -- your time is about to expire. But don’t fret, all your progress has been saved. You can buy the game now and get unlimited play.

8.12.05

Ég sakna Johns!

25 ár síðan elsku kallinn var skotinn. Ímynda mér oft hvernig allt væri ef hann væri á lífi. Hann var enginn meðaljón.

en jæja áfram með lærdóminn...

Skiptimiðalögga, mandarínur og hringrás lífsins

mm... ég er búinn að vera að hakka í mig mandarínur að undanförnu mér finnst fátt jólalegra.

Mandarínur eru eins og lífið, stundum súrar, stundum fullar af steinum – en yfirleitt þó sætar og góðar. Já lífsins leið er stundum grýtt en það er ekkert nýtt.

Það sem er hins vegar nýtt er kornleysi engjaþykknisins sem ég var rétt í þessu að stela frá Ásdísi. Opnaði dolluna og við mér blöstu sárlega fá korn í hliðarhólfinu og greinilegt að annaðhvort er verið að spara eða átöppunin hefur eitthvað klikkað.

Þetta vekur mann til umhugsunar um hve lífið er fallvalt. Ef það er ekki hægt að treysta engjaþykkni, hverju er þá hægt að treysta? Ég finn til þess að þetta sykurjukk hefur einu sinni verið inni í belju, úti á akri, uppi í skýjum og út um allt. Það hefur verið pissað á jukkið, hrækt á jukkið og jafnvel skitið á jukkið. Hringrás lífsins er mikil og flott en engjaþykknið var samt ágætt.

Eftir síðasta tópasfyllerí var ég að spá í að taka upp mottóið “eftir einn ei drekki neinn”...

En tappinn á nú örugglega eftir að losna af einhverjum flöskum bráðlega í einhverju snobbkokkteilkvöldi hjá okkur Ásdísi. Var að kaupa Grenadín sem virðist vera í annarri hverri kokkteiluppskrift sem maður sér og þá er ekkert að vanbúnaði.. það er að segja - eftir próf nota bene!!!

Eftir einn ei aki neinn segiði. Lenti í strætóbílstjóra áðan og vá! Vildi fá að þreifa á skólakortinu mínu (sem ég týndi í gær en það fannst aftur (sem betur fer (takk ýrr!)))sem ég rétti honum og svo kom næsti inn og hann fór í hörkurifrildi við hann því skiptimiðinn var nákvæmlega sólarhringsgamall. Hann hleypti strákgreyinu (strákurinn var eitthvað pínu fatlaður, spastískur og slíkt!) inn og hringdi síðan æstur í strætóinn sem strákurinn kom úr og komst þá að því að villan var þar. Tveimur stoppistöðvum seinna labbaði Strætóbílstjórinn aftur í og sparkaði í fótinn á stúlku sem sat skáhallt í sætinu með löppina út á gang og sagði henni að sitja beinni! úff! einn ei aki! plííís..

En jæja best að fara að leggja sig!

btw - mandarínute er gott!



5.12.05

Þessi brandari er góður í hversdaginn

Fangi sleppur úr fangelsi þar sem hann hefur verið í 15 ár. Á flóttanum finnur hann hús og brýst inn í það til að leita af peningum og byssum, en finnur bara ungt par í rúmi.

Hann skipar stráknum að fara úr rúminu, og bindur hann fastann á stól. Síðan fer að hann að stelpunni til að binda hana. Á meðan hann er að binda stelpuna upp í rúmi fer hann uppá hana, kyssir hana á hálsinn og fer svo inná baðherbergi.

Á meðan hann er þar segir strákurinn við stelpuna: Hey þessi gaur er fangi sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans! hann hefur örugglega verið lengi í fangelsi og hefur ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann kyssti á hálsinn á þér. Ef hann vill kynlíf ekki segja nei og gerðu bara það sem hann segir þér að gera, veittu honum fullnægingu. Þessi gaur hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður reiður drepur hann örugglega okkur bæði. Verstu sterk elskan, ég elska þig!

Konan svarar "Hann var ekki að kyssa á mér hálsinn, hann var að hvísla að mér og sagði að hann væri hommi og fannst þú vera mjög sexy og spurði hvort við ættum eitthvað vaselín inná klósetti. Vertu sterkur ég elska þig líka!!

"Ég skal giftast og heiti ævarandi trú og tryggð þeim sem nennir að nudda á mér axlirnar núna og labba á bakinu á mér......"

Þetta bloggaði Ásdís fyrir réttu ári síðan. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna í prófatíðinni. Nóg af nuddi í boði!

2.12.05

letingi lífsins

ég ætla að skipta út orðatiltækinu ég er hitt eða þetta dauðans og segja frekar í framtíðinni: ég er hitt eða þetta lífsins!!

t.d. Ásdís er kynbomba lífsins í staðinn fyrir dauðans. Það hljómar einhvernveginn betur þegar maður pælir í því.