29.7.06

jæja

þetta er nú bara gaman - ef maður lítur á björtu hliðarnar það er að segja. Gaman að fá svona spari "challenge". Mér hefur reiknast það til að ég geti grætt 5000 kall á þessu öllu saman.. sálrænt séð. Með því að fara í peningafangelsi í ágúst.

Skoðanakönnun: Ef þér gangið út úr búð og sjáið þegar inn í bíl er komið að vara sem kostaði 2500 kr (borvél í júróprís) hefur ekki verið borguð. Farið þér þá inn í búð aftur eða þjótið þér í burtu og sleppið greiðslu?

26.7.06

tapið mikla

ég er í alveg brjáluðu skapi núna í dag (og fram á nótt (hmmm hvað er klukkan? Að verða sex (sjitt))). Ástæðan fyrir brjálleikanum er einföld. Peningar.

Ímyndiði ykkur að tapa 30 þús kalli, ömó! hvað þá 40 eða 50 þús. En í dag tapaði ég 70 þúsund krónum. Eftir að ég rispaði sendibílinn sem við leigðum til að flytja inn í Hæðargarðinn sá ég fyrir mér að þar mundu fjúka 20-30 þúsund krónur, það hélt ég í einfeldni minni.

En í dag kom reikningurinn. Fyrir þessa rispu voru teknar rúmar 60 þúsund krónur í viðgerðarkostnað og svo voru teknar 7000 krónur í sorphirðugjald! jamm, losun á sorpi. Ég tók nú til í bílnum áður en ég skilaði honum þannig að ég veit ekki hvaða upphæð þetta er, kannski gleymdist kókflaska eða eitthvað í bílnum og það kostar þá sjö þúsund krónur (til að gæta sanngirni varðandi sorphirðuna tóku þeir "bara" 5662 í gjald en restin er vsk.) 5662 fyrir losun á sorpi, ég trúi þessu ekki.

Ég borgaði líka eitthvað á annað þúsund í aukakílómetragjald því samkvæmt þeim ókum við tæpa 130 km sem mér finnst vægast sagt hæpið á þessum eina degi. 5-6 ferðir frá bænum að Grensásvegi hljómar ekki eins og 100 km í mínum eyrum. En ég veit það sosum ekki

Soneretta

70 000 kall floginn eða 71322 to be spesific...

heildarkostnaður við að leigja þennan bíl varð því rúmur 80 þús kall sem er það sama og það kostar að leigja gám í nokkra sólarhringa og fylla hann af búslóð og senda hann norður og losa hann þar.
jamm þetterei djamm!

21.7.06

næturdundur

Er búinn að finna mér nýtt til að dunda mér við á næturvöktum..

nú verða einhverjir hneykslaðir

..Ég reikna stærðfræði alla nóttina! Er að verða búinn að fara í gegnum STÆ 202 á nokkrum dögum, það er algjört nostalgíutripp að glíma við þessi dæmi. Eiginlega fyndið að ég smitaði Ásdísi af þessu í smástund og hún var farin að reikna algildisjöfnur í fyrradag af miklum móð.

Nú líður nóttin hratt.

ps.
Er þetta ekki örugglega grín þetta með hann Magna?! Ekki er hann að slá í gegn á heimsvísu.. það væri snilld

16.7.06

maður á kannski að slá... til

Það er ýmislegt skrítið í sjónvarpinu á digital lyklinum á nóttunni.

wild sex?!
Þegar ég sá nafnið á þessum þætti bjóst ég við einhverju sem væri óráðlegt að hafa á fullu blasti í borðstofu gamla fólksins seint um nótt. Hér var hins vegar um að ræða þátt á National Geographic sem hét Wild sex er sýndi meðal annars lesbískar hýenur í léttum leik og spólgröð ljón á fullu. Ég dvaldi nú ekki lengi þarna. Hver horfir á svona?!

Á Fox News voru tveir "spekingar" að greina vandamálið fyrir botni miðjarðarhafs og komust að þeirri niðurstöðu að best væri ef Bush myndi gefa heiminum þá "gjöf" að ráðast inn í Íran áður en hann hyrfi úr Hvíta húsinu. Einnig gáfu þeir út þá yfirlýsingu að Frakkar væru þjóð aumingja og lúsera af því að Zidane skallaði Materazzi. Ég endurtek: The French are a nations of losers!! Hvað er málið með Frakkahatur Bandaríkjamanna?

Á E-sjónvarpsstöðinni var raunveruleikaþáttur þar sem venjulegri stelpu. Dökkhærðri, með gleraugu. Var breytt í Playboy-kanínu, ljóshært bimbó! Og í framhaldinu varð hún ægilega hamingjusöm enda draumur hverrar stúlku að vera eins og Playboy kanína.
Nei hættið nú alveg!!

-----
Lena frænka mín var að gifta sig fyrir stundu (klukkan fimm að nóttu veit ég ekki alveg hvort maður segir í gær, áðan, í dag - eða hvað?! - en jæja). Ég fann ekki neinn til að skipta á vöktum við mig og fór því ekki Akureyrarreisu í brúðkaupið. Sem sökkar. Ég hefði þurft að taka launalaust frí í nótt en mér varð hugsað áðan er ég horfði á fokking krappið í sjónvarpinu (örugglega á milli lesbísku hýenanna og karlanna sem sögðu að Ísraelsmenn ættu að auka við árásir sínar á Líbanon) að ég hefði kannski átt að taka mér þetta frí. Er það ekki lífið? að fara í gleðskap og mannamót þó það kosti mann einhvern pening?! maður á kannski að slá til? Allavega má sjá til!

Þegar það gengur svona illa að selja Skarpó eru málin reyndar flóknari. Áður fyrr voru peningar ekkert mál. Að búa í lítilli íbúð er draumi líkast peningalega séð, peningarnir hrúgast inn.

Íbúðin hefur varla verið skoðuð síðan við settum hana á sölu. Við keyptum nýja íbúð í toppi verðsprengjunnar en ég setti síðan Skarpó á sölu og þá hrundi markaðurinn! En ég mæli með svona lítilli íbúð - því lítil íbúð = engar peningaáhyggjur!! spread the word...
Markaðurinn hlýtur nú að fara að fara að fara af stað aftur...


Æ djöfuls blabla er þetta orðið..
ég ætla að hætta að slá... á lyklaborðið

7.7.06

what!?

Sé að síðasta bloggfærsla mín er frá 22. júní. Mér finnst svo stutt síðan síðan var uppfærð.

Tíminn líður pínu undarlega þegar maður vinnur á nóttunni. Erfitt að vita hvort hlutir gerðust í gær eða fyrradag. Annars gengur sæmilega að koma sér fyrir í íbúðinni. Bara eftir að koma svefnherbergi í lokaútfærslu. Allir velkomnir í heimsókn!

Var að ráða mig í 30% vinnu á Kópavogshæli og tek eina til tvær tarnir í mánuði þar. Er að fara að vinna þar á morgunvöktum næstu fjóra morgna. Byrja núna á eftir, klukkan er þrjú á nóttu og ég er á næturvakt. Sem þýðir að ég er að vinna frá 00 til 16. Fer síðan aftur á næturvakt og vinn til 16 daginn eftir. Þannig að þetta verður megatörn. En svo fæ ég nokkra daga í frí.