27.8.06

box

Áðan, um tvöleytið, horfði ég á fyrsta hnefaleikabardagann minn. Bubbi lýsti og öskraði og æmti eins og honum einum er lagið.

Ég veit ekki hvort ég er svona mikil kelling en mér verður óglatt af því að horfa á box. Eftir því sem þeir slösuðust meira varð mér meira flökurt. Ég vonaði alltaf að þeir myndu ekki hitta hvorn annan en Bubbi kættist við hvert högg (kættist sérlega mikið þegar annar gaurinn náði svo góðri höggsyrpu á hinn að andlitið tættist allt og það kom risa blæðandi glóðarauga). Þetta er víst ekki rétta leiðin til að horfa á box enda verður þetta síðasti bardagi sem ég horfi á.

Ég veit ekki hvort ég er svona mikill kall en ég nota orðið kelling yfir aumingja,,, já svona er lífið.

22.8.06

the invasion of the asian nation

Ég á "frídag" næsta miðvikudag. Er reyndar á næturvakt um nóttina og í skóla frá 13-15... en að öðru leyti í fríi. Hafði hugsað mér að nýta "frídaginn" m.a. í að týna rifsber. Með íbúðinni fylgdu nokkrir sæmilegir rifsberjarunnar. Sá í gær eða fyrradag að nú væru berin að þroskast og því um að gera að vera á undan fuglunum og týna berin.

En alas!

Þegar ég fór í vinnuna kl. hálfátta í gærmorgun var verið að plokka berin af runnunum og þar var ekki fugl á ferð, heldur asísk kona á milli 15-45 ára (ómögulegt að vera nákvæmari). Hún hefur sjálfsagt verið búin að vera að frá því fyrir sjö því runninn var langt kominn og komið mikið magn í poka hennar. Þetta var giska vandræðalegt allt saman en ég yppti bara öxlum og settist upp á hjólið en hún tifaði vandræðaleg á brott.

Mér fannst ansi fyndin viðbrögð hjá einum samstarfsmanni mínum á Kópavogshæli sem sagði mér foxillur á svipinn að hringja í lögregluna. Væri það ekki soldið ýkt?!

En allavega fara berin ekki í potta mína eða gogg fuglanna heldur kom þriðji möguleikinn óvæntur til sögunnar og nældi sér í góssið.

... mér finnst rifsberjasaft góð...

17.8.06

zebra

Fékk þá hugmynd þegar ég kom heim af næturvakt í gær að fá mér að sofa úti til tilbreytingar. Veðrið var æði, heiðskýrt og alles og löngunin því í minna lagi til að fara inn að sofa. Ég fór því út með litlu dýnuna okkar og lagðist á pallinn til svefns.

Hugmyndir geta verið góðar og hugmyndir geta verið frekar lélegar.

Þegar ég vaknaði fjórum tímum síðar var sólin búin að grilla á mér annan hluta andlitsins en hinn er ósaurgaður og fínn. Augnlokið á vinstra auganu er helaumt (aðallega þegar ég blikka) og öll vinstri hliðin er frekar sár.

Verst er þetta samt útlitslega!

13.8.06

íbúðin seld... á 9.6

hafði vonast eftir 9,8 - 10!

líður soldið eins og ég hafi labbað á járnbita..,

en æi það er ágætt sosum

já ein íbúð er nóg


bæ skarpó

prófiði eitt!

endilega prófið.. við tækifæri.

Vakið til sex um morguninn. Ekki á djammi eða neitt svoleiðis heldur sitjandi í stól - þannig að þið séuð svaka þreytt. Það er fyrsta skref.

tvö: Takið göngutúr um langan, dimman gang eins og þið séuð í hálfgerðri eftirlitsferð. Nauðsynlegt að vera mjög, mjög þreytt.

Þá skuluð þið labba með góðum hraða á járnbita sem stendur út úr veggnum. Ég skal lofa ykkur því að áhrifin eru mögnuð!

Þið finnið ekki fyrir sársauka eða svima. Áhrifin eru meira eins og algjört magnleysi og doði í dágóða stund. Í staðinn fyrir að öskra skuluð þið ímynda ykkur að hinum megin við veggina sé sofandi fólk þannig að þið þurfið að hafa algjört hljóð... það gefur skemmtilegt "aukatvist"Magnað! - Og svo kemur svona kúla á hausinn.. eins og bingókúla.

9.8.06

vart vakandi sökum vakta

Það var helvíti gott frí á Akureyri um helgina. En helvíti stutt líka, komum á föstudagskvöldi og keyrðum suður á sunnudagskveldi. Á mánudagsmorgni kl. 8 byrjaði löng vinnutörn sem endaði kl. 8 morguninn eftir; tók semsagt þrjár 8 tíma vaktir í röð.

Svo fékk ég 8 tíma svefn og fór að vinna kl. 16 á þriðjudag og svo beint á næturvakt, þ.e. tvær 8 tíma vaktir í röð. Nú er sú törn að enda... klukkan er hvað? hmmm... 7:24
...40 tíma vinna á 48 klst. - nokkuð gott.

Er að fara heim að sofa - en á eftir kl. 16 kemur 8 tíma vakt en hún er bara stök, sef semsagt heima næstu nótt.. vei!!

Svo kemur heill dagur í frí!