30.11.06

gildi

Það er ýmislegt sem gefur vinnu minni gildi. Það var t.d gaman núna fyrir nokkrum dögum þegar einn átta ára strákur hjá mér söng jólalag fyrir mig á æðislegan hátt.

Það er ýmislegt sem dregur úr yndi vinnu minnar. Það var t.d. óskemmtilegt þegar yfirmaðurinn sagði að ég mætti koma betur klæddur á nemendatónleika.

FÖT!

29.11.06

jólaskap

Djöfull er dagurinn skammur þessa dagana

Og erfitt að koma sér fram úr rúminu í húminu.

Það er eins og að um leið og birti

syrti!

En

Ég lá í rúminu í morgun og minntist þá jólanna og allra kóka kólanna.. hugsaði um maltið og appelsínið..

Og hugsaði um kjötið og kökurnar og Akureyri og ættingja sem umkringja

Fór og stakk seríu í samband og fékk mér seríos og söng fyrir munni mér:

,,Já ég vildi að alla daga væru jól“

Mig langar samt ennþá pínu í pínu meiri sól.

Allavega fyrst snjórinn getur aldrei tollað lengur en viku!

Adeste Fideles... lalalalalala

20.11.06

opið bréf til Ásdísar

Við þurfum að taka oftar til í ísskápnum. Það var einhver afgangssósa í skál inni í ísskáp áðan og þegar ég lyfti lokinu blasti við mér græn sveppahrúga en sósan var upprunalega ekki sveppasósa! hmmm.. svo þegar ég ætlaði að henda sósunni þá héngu allir sveppirnir saman eins og þeir væru að reyna að bjarga hver öðrum.. ógeð!

átak takk..

Ég er síðan ekki frá því að ég hafi heyrt eitthvað væl þegar sveppirnir lentu í ruslinu en það gæti hafa verið ímyndun..