31.1.06

Kúkabrúnt þema í dag..

Það er ekki oft sem maður missir pissilöngun sína vegna áfalls. Það gerðist fyrir mig í dag. Ég var með Ásdísi á útsölu í Kringlunni (einu sinni sem oftar) og ákvað að drífa mig og létta á mér á meðan hún var að máta. Ég var í algjörum spreng og fór inn á einn básinn glaður í bragði og lyfti setunni upp. Blasti þá við mér sú lítt fegursta sjón sem ég hef séð, öll skálin út ötuð í br*#%ni skán. Ég hætti við að pissa..

Svo var ég að lita hárið á Ásdísi núna rétt áðan. Fyrsta skipti sem ég lita hár. Þvílíka lyktin sem var af þessu nett brúna kremi sem ég makaði um hár hennar..

..talandi um "flashback"!!

26.1.06

það er aldrei of seint að gefast upp!

Þetta ku Blíðfinnur hinn eini sanni hafa sagt.

Ég er pínu svekktur með sjálfan mig, ég hélt ég mundi treysta mér í þetta en 19 píanónemendur og 15 eininganám var að taka aðeins of mikinn toll. Maður þarf að taka mark á því ef maður er með þyngsli fyrir brjósti, andnauð og svefnleysi, og gera eitthvað í málunum.

þannig að nú er ég bara í 10 einingum og klára rest næsta vetur... já svona er nú það..

23.1.06

að morgni

þreytan segir til sín þegar maður loksins sofnar en...
þegar maður vaknar, þá fyrst flækist málið

sængin er eins og djöfull á öxlinni sem hvíslar: "liggðu áfram"

skólinn er þá eins og engillinn sem drífur mann á lappirnar... eða er þetta kannski öfugt?! er skólinn Djöfullinn? það er grábölvað að vita það ekki..
.. mig langar allavega upp í rúm og sænga hjá andskotanum ef út í það er farið

Ásdís engill minn hlýtur nú að neutralisera þetta allt saman hvort sem er

andvaka

annars er ég að pæla í að hætta í svona 5 einingum og taka þær bara á næsta ári ef mögulegt er.. já það er ýmislegt sem maður pælir svona rétt fyrir svefninn..

best að fara í eina sudoku og reyna svo að sofna..
metið er komið í 3:42

lagið um ofanálag

einu sinni var ég kærustulaus og þá var fílingurinn svona:

kærustulaus ég kúri
kærulaus og stúrinn
klæðlaus og kaldur

laus og liðugur
með lausa skrúfu
og laus við lán
---

langir leggir dömu
löngum hafa heillað
langa lífsleið

langar eru legur
langar nætur
langanir lifa
---

í lófa væri lagið
að lofa Guð mér einum
dömulófa í lófann

lífsleiðin er löng
lífsleiðinn óbærilegur
en að leiða eyðir leiða
---

þyrpast að mér þankar,
þyrpast að mér óveðursský
og þyrma þau mér ei

en þorpsbúar víst þrauka
þorpi hverju í
þrekraun sem þessa
---

klukkan tæplega tvö
tæpt er geðið
tæmist trúlega brátt

time after time
tæmist hugur
já tíminn tæmir fús
---

auðvelt er ekki
auðar göturnar
auðnulaus að æða

já auður skiptir engu
auðsjáanlega
ef autt er hjarta af ást
---

hver er sinnar gæfusmiður?
sinnir Guð mönnum?
sinni mitt spyr!

einn að sinni, aumur
og einfaldlega sinnisveikur
einu sinni enn!

amen

ES. nú er ég kærustufastur og verð það vonandi áfram

þegar þjónar þjóna ekki tilgangi sínum...

... er illt í efni

fórum á Madonna núna áðan ég og Ásdís. Veitingastaður sem er í minna en tveggja mínútna göngufjarlægð frá okkur. Fengum þessar líku ágætu pizzur. Ég var með egg, beikon, skinku, ætiþistla og ananas á minni, mjög skemmtileg pizza. Umhverfið var kósí og almennt skemmtilegur staður en...

þjónninn var djók!

Þegar við komum inn á staðinn bað Ásdís um reyklaust; já það er enginn að reykja núna sagði hann og vísaði okkur glaðhlakkalega til borðs?!! svo byrjaði fólk að reykja rétt áður en við fórum
...konan á næsta borði bað um extra stökkt ostalag á lasagnað sitt og þjónninn svaraði mjög pirraður að lasagnað kæmi alltaf eins og hann átti marga spretti blessaður þjónninn þannig að þegar við fórum út vorum við hálf hissa á þessu öllu saman.. en maturinn var engu að síður góður.

Að lokum vil ég mæla með myndinni the gods must be crazy.. eðalmynd!!!

17.1.06

takk

var að hjálpa Nennu og Manna að flytja um helgina.. á meðan gistu Hanna og Manni í íbúðinni okkar.. það gerist alltaf eitthvað skemmtilegt þegar Hanna og Manni gista hjá okkur.. núna sneru þau rúminu okkar sem er heljarbras og skildu auk þess eftir rauðvínsflösku af uppáhaldsrauðvíninu mínu - Boomerang Bay!!!
takk
annars hefur aldrei verið jafn mikið að gera hjá mér og nú - sem er svo sem allt í lagi nema ég hef bara engan tíma til að elda.. en kærastan hleypur svo sem ágætlega í skarðið.. það er bara svo gaman að elda

en jæja best að þjóta í næsta verkefni!

10.1.06

?

er ekki fullvægt til orða tekið að segja að maður hafi sofið yfir sig ef maður átti að fara á fætur upp úr átta en rumskar ekki fyrr en hálf-eitt?

..bara svona pæling

semsagt

ruddaleg lauksúpa











nautasteikin











hrísgrjónamöndlubúðingur












Þetta var afmæliskvöldverðurinn...

9.1.06

af afmælinu:

já ég átti víst afmæli í dag. Fór í gær og keypti mér allt sem hugann girntist í Hagkaup í Kringlunni. Bláber, nautakjöt, hjartarkjöt, bufflauk, rauðlauk, gulan lauk, hvítan lauk og hvítlauk.. o.m.fl.

Ásdís er á Sólheimum (að vinna sko) og því spurning hverjum maður byði í að bjóða og svona.. Ákvað að bjóða engum og dútla frekar bara við matseldina í rólegheitum út af fyrir mig. Bauð reyndar tveimur ungum dömum í vöfflukaffi rétt til að sýnast.

réðst síðan í að gera:

lauksúpu
Nautasteik með hunangssteiktum kartöflum og gulrótum
ris a la mande

það var sweet :)

Svo fékk ég "Katan" spilið í afmælisgjöf frá Ásdísi, gjöfin var búin að liggja á stofugólfinu í 2 daga, síðan Ásdís fór sólheima... loksins fékk ég að opna hana í morgun.

7.1.06

sudoku..

..er nýjasta æðið

ég er orðinn hálfringlaður.. Klukkan er hálf fimm og ég er búinn að vera í sudoku á netinu í alla nótt (með hléum). Ásdís er að vinna á Sólheimum og því ekkert aðhald með að fara í háttinn.

var að bæta tímann minn í easy: 5:42!
þetta er það sem ég er búinn að vera að gera í jólafríinu en nú fer alvaran að byrja og best að fara að snúa sólarhringnum aftur við.

best að drulla sér í rúmið!

góða nótt bastarðar