já ég átti víst afmæli í dag. Fór í gær og keypti mér allt sem hugann girntist í Hagkaup í Kringlunni. Bláber, nautakjöt, hjartarkjöt, bufflauk, rauðlauk, gulan lauk, hvítan lauk og hvítlauk.. o.m.fl.
Ásdís er á Sólheimum (að vinna sko) og því spurning hverjum maður byði í að bjóða og svona.. Ákvað að bjóða engum og dútla frekar bara við matseldina í rólegheitum út af fyrir mig. Bauð reyndar tveimur ungum dömum í vöfflukaffi rétt til að sýnast.
réðst síðan í að gera:
lauksúpu
Nautasteik með hunangssteiktum kartöflum og gulrótum
ris a la mande
það var sweet :)
Svo fékk ég "Katan" spilið í afmælisgjöf frá Ásdísi, gjöfin var búin að liggja á stofugólfinu í 2 daga, síðan Ásdís fór sólheima... loksins fékk ég að opna hana í morgun.