14.5.06

skólinn búinn

Ég sat og horfði á sjónvarpið áðan, einn, því Ásdís er upp í sveit. Ég var með ákveðið samviskubit yfir að hanga í leti og vera ekki að læra eða neitt. Svo fattaði ég allt í einu að skólinn er búinn.

vúhú!

Hvað er þá hægt að gera? ég fór að taka til því nú fer íbúðin í sölu á morgun og eins gott að hún verði hrein. Svo sópaði ég undan sófanum og kom þá ekki sprengiplast í ljós... þá var næstu 10 mínútum reddað.

vúhú!

Síðan datt ég inn í þátt á Skjáeinum, Wanted, bara nokkuð gott rusl...
En nú er ég að blogga og þarf ekki að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að gera neitt.

vúhú!

Ég verð að vinna á næturvöktum í sumar á þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Það verður spennó.

Ef að íbúðin selst á 10 millur þá er allt eins og best verður á kosið!

8.5.06

skólinn tekur allan minn tíma

því er ekkert bloggað þessa dagana. Svo munum við fara til Finnlands 19. maí. þannig að maí verður svona blogglausi mánuðurinn. Það er ógeðslega mikið að gera núna öhh.. íbúðadæmið er komið á fullt skrið og atvinnuleit o.s.frv.

Ætla að enda á heilræði: Skrúfið ævinlega tappa á flöskur sem á stendur: "hristist fyrir notkun" (skrifað með klístrugum puttum).