28.4.06

Sagan af 15 þúsundkallinum

Ákvað að prófa hlutabréfamarkaðinn núna fyrir einni viku. Las og las og ákvað á endanum að versla fyrir 170000 kall í Landsbankanum. Þá var gengið 21,9. Ég fylgdist síðan spenntur með dag frá degi hvernig gengið hækkaði... 22 - 22,2 - 22,5 svo var það komið í 23,8 í smástund í gær. 15 þúsund krónu hagnaður á einni viku var staðreynd. 15 þúsund krónur fæddar.

En þegar markaðurinn lokaði í gær hafði gengið hrunið niður fyrir 23. Og núna undir kvöld var það næstum komið hringinn; var 22,00.

:(

Það munaði svo litlu að ég hefði selt í 23,8 en ákvað að bíða eftir 24..

fimmtán þúsund fæddar
fimmtán þúsund græddar
fimmtán þúsund farnar
fimmtán þúsund blæddar

og svo til að kóróna allt þá þurfum við víst að borga 9000 kalli meira í Finnlandsferðina heldur en áður var skráð.

ps: er psd en hvað með Darfur

pps: Má til með að þakka tveimur manneskjum ef þær lesa þetta: Hjördís og Laufey - takktakk!

ppps. Bráðum kemur Grillið á Hótel sögu - eða réttara sagt við förum til þess...

25.4.06

Það kemst ekki meira fyrir

Ég fékk til vörslu gebba flottan bikar fyrir ,,afrek" mín í háskólakórnum á liðnum vetri. Núna langar mig í nýja íbúð til að koma bikarnum fyrir. Þetta gengur ekki lengur með þetta drasl okkar Ásdísar. Nú skal ný íbúð keypt í sumar. Við erum búin að leita á fullu og ætlum að reyna að fá eitthvað í þessum dúr.

Hólmgarður


Boðagrandi


Laugarnesvegur
- uppáhaldið hennar Ásdísar

Tómasarhagi


Stórholt


Unufell
- the ghetto!!

20.4.06

fokking paradís

páskafríið var algjör snilld og ég er gjörsamlega endurnærður eftir það.












Flesta daga fórum við í fjárhúsin að gefa tæplega 400 kindum, eftir góðan morgunverð. Það var bara hressandi. Síðan fór maður í funheitt bað og eftir það endalaust dúllerí...















... Til dæmis blanda Ávaxtadrykki.. hér sjáum við gulrótarmangóperuvatnsmelónuhunangsmelónuananasdrykk












Svo fékk besta páskamat sem ég hef fengið að öllum öðrum ólöstuðum. Enda var á ferðinni þaulvanur kokkur með yndislegt hráefni, mágur Ásdísar. Í forrétt var humar (stór humar) með laxabita, mjög góðri humarsósu og svepparisotto.. alveg frábært á bragðið og mig langaði satt best að segja ekkert mikið í aðalréttinn eftir þennan magnaða risaforrétt, var orðinn hálfsaddur. En forrétturinn reyndist þá vera algjört frat miðað við gæsina í aðalrétt. Gæs, sellerírótarmús, yndisleg berjasósa, kartöflur, alveg ótrúlega mjúk heimaveidd gæs og þetta hefði sómað sér á hvaða veitingahúsi sem er.. alveg magnað.. Maður var í ánægjutrans sólahring eftir á.

En þá er fríinu lokið og nú þarf bara að fara að versla sér nýja íbúð.. enda vorum við ein í einbýlishúsi allt páskafríið.. í STÓRU rúmi!!

9.4.06

Já Emma vann

Þetta var stórkostleg viðureign...

Ég var að labba í gær, í sól og sumaryl (reyndar í sól og vibbaköldum vindi, en það er aukaatriði) og sá að það voru lítil páskablóm að kíkja upp úr moldinni, Krókusar eða eitthvað.. ég allavega hugsaði þetta sem krókusa.
Síðustu dagar bara eðall..!!
Svo vann ég afreksbikar háskólakórsins í gærkvöldi.. - það var ekki leiðinlegt..
Vorið er að koma..

3.4.06

ÉG er hættur að drekka