30.3.07

af hverju ekki sjónvarp

með zero "coke zero" auglýsingum..??

Guð minn góður hvað mér finnst þessi auglýsingaherferð misheppnuð. zero smellur á brjóstahaldara dööö.. Þeir hafa horft aðeins of mikið á þessa amerísku sitcom þætti þar sem hinn týpiski karlmaður er með greindarvísitölu á við simpansa og hugsar ekki um annað en bjór, brjóst og bíla..
..óþolandi..

hata þessa auglýsingu og hata líka nýja ömurlega fréttastefið í útvarpinu. Væri til í hungurverkfall (næstum því) til að fá það gamla aftur!

22.3.07

skrítnir dagar

vaknaði klukkan 7 í gærmorgun og horfði á Beverly hills-þátt

Fannst ég sjá Donald Rumsfeld í bænum áðan (væntanlega missýn)

horfði á hálfan Rachel Ray þátt í gær og þar var 17 ára stúlka sem var búin að fara í 3 lýtaaðgerðir; varastækkun, brjóstastækkun og húðdæmi eitthvað.. Hún leit út eins og trúður með þessar varir en öllum fannst þetta bara fínt þó hún væri kannski pínu ung - hvað er í gangi?

Hver heitir Kolbeins? Guðbjörg Hildur Kolbeins.. hvurslags nafn er það? ætli hún sé skyld Ásgeiri Kolbeins..

Ég er kominn í átak. Fékk mér árskort í ræktina og er búinn að mæta tvisvar. Er 76,7 kg en ætla að vera 73 í janúar.. 200 g fokin nú þegar.

"Vera" er strax byrjuð að vera til vandræða.. sparkaði næstum í punginn á mér þar sem ég stóð við hliðina á Ásdísi, en.. kannski var það bara óvart!

Við fórum í mæðraskoðun áðan og heyrðum hjartsláttinn - það er ekkert smá hraði á svona litlu hjarta - VÁ!

15.3.07

Smáralind

Doktor í háskólanum skrifaði:

"Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig. "

Já..
Alltaf virðist smáralindin tengjast einhverjum skaufum...

8.3.07

uppeldið byrjað

já, ég er byrjaður að ala upp "Veru" þó enn séu nokkrir mánuðir þangað til hún lítur dagsins ljós. Á hverju kvöldi spila ég nokkur klassísk verk á píanóið fyrir hana og hún byrjar yfirleitt að sprikla og dansa. Hún virðist hrifin af Sjostakovits en minna af Prokofieff.. Ég er búin að spila mikið af þýskri klassík sem fellur vel í kramið. Íslensk barnakórslög féllu einnig í góðan jarðveg. Auðvitað er ég búinn að spila Bartók og Liszt líka og örvæntið ekki, franskur impressionismi verður bráðum á dagskrá.

Síðan ætla ég að fara að spila eitthvað af diskum líka. Er reyndar búinn að prófa 9. sinfóníu Mahlers sem virtist tormelt - enda er hún það sosum..

Annars sýnist mér "Vera" vera með góðan smekk.