27.10.05

klósett og Akranes og margt fleira... -- skírn og kaffi og...

Gærdagurinn var viðburðarríkur! Eftir venjulegt amstur skóladags og píanókennslu héldum við Ásdís ásamt ættingjum hennar í skírn systurdóttur Ásdísar. Hún var skírð í kapellunni á sjúkrahúsinu og var bara hmm.. ca. 4 daga gömul (give or take a couple of days).


Inger Elísabet og Ásdís

Hún var nefnd Inger Elísabet, nafn sem ég og Ásdís berum afar mismunandi fram! Ég spilaði skírnarsálminn!! (mont)
Áður en kom að skírninni var mér mál að pissa, sem er í frásögur færandi:

í grunninn hef ég nokkra ímugust á almenningsklósettum (mismunandi eftir dagsformi) en þegar ég steig inn á almenningsklósettið á sjúkrahúsinu fannst mér ég í fyrsta sinn í góðum höndum við svoleiðis aðstæður. Þarna voru nokkrar tegundir af handsápum, sótthreinsandi krem, allt glansandi hreint og dauðhreinsað og ég hefði alveg treyst mér til að snæða nautasteik af klósettsetunni og skola henni niður með klósettvatninu, svo hreint var umhorfs innivið.

önnur skemmtileg klósettferð átti sér stað nokkru síðar, en fyrst að öðru atriði. Hvurslags djöfuls skítapleis er Akranes. Ásdísarættingjar voru búnir að hringja í öll kaffihús á Akranesi og spurja hvort þau gætu tekið á móti 10 manna hóp, þar af 2 smástelpur, en enginn svoleiðis staður er til á Akranesi!! þó gefinn væri fjögurra stunda fyrirvari!

Hótel Glymur í Hvalfirði reddaði málunum og þar fengum við eðal eplakökur og gott kaffi til að fagna skírn litlu Inger(ar?) Elísabetar. Hótel Glymur er snilldarstaður með ævintýralegum innanstokksmunum og rosalegu fallegu útsýni. Þar fór önnur pissuferð dagsins fram og eins og allt annað á þessu hóteli var klósettið afar spennandi og skemmtilegt, með ljóðum á veggjum og syngjandi fiskum og tímaritum við klósettin og bara snilld. 4 stjörnur til Hótel Glyms (engar til Akraness!)

25.10.05

7 dagar í sex daga fríið!!

Danmörk eftir viku!!!!

eftir nokkur verkefni og ritgerð sem þurfa að klárast á næstu dögum verður óóótrúlega kærkomið að skella sér til Keflavíkur and then some...

24.10.05

almost housebroken!

já það hefur ýmislegt breyst til batnaðar síðan maður fór að búa með öðrum. Núna greiði ég mér stundum eftir sturtu, ég er mun sjaldnar andvaka fram á nætur (undantekningin verandi akkúrat núna!), ég pæli stundum næstum því í því að brjóta fötin inn í skáp og ég er hættur að borða kvöldmat seinna en 9 á kvöldin (yfirleitt).

Maður gerir nottla sínar gloríur en.. þeim fækkar held ég..

Það er svolítið spennandi að vita hvar þetta endar allt saman. Hvort ég endi jafnvel með því að verða húsum hæfur!!??

nja varla...

20.10.05

Helgi fallinn!!

eg datt adan.. thad var vont.. en thad graer adur en eg gifti mig

..vaentanlega..

Spurning hins vegar með Ásdísi mína sem sneri sig í bandí í gær og kemst núna varla milli herbergja..
ég er eitthvað svo ýktur að mér líður hálf illa að vita af henni svona meiddri.. kallast það ekki meðvirkni...

18.10.05

Ásdís rúlar


ég á svooooona sæta kærustu! og á hana aaaaleinn! njanjanjanjanja na

en loksins manna ég mig upp í að setja myndir inn á bloggið, kominn tími til!

en well... ralúr sídsÁ

17.10.05

eg get ekki ad tvi gert..

ad eg dyrka Bitlana
ad eg elska ad syngja
ad eg haaaata munntobak
ad mer finnst gaman ad vera innan um folk
ad eg er ekki skemmtilegastur i heimi
ad mer finnst eg vera hakkad kjot i formi..

tetta er af tvi ad eg er med sterka rok og staerdfraedigreind og tonlistargreind en omurlega samskiptagreind og sjalfstekkingargreind...

.. allavega samkvaemt fjolgreindarkenningu Gardners.. !

ps.
tad er gaman ad syngja en djofull fer bandariski klambransinn i taugarnar a mer!
eg get ekki ad tvi gert

thisisme.is ... ... ohm

hmmm..

hvort er betra að stökkva út í djúpu laugina eða bara fikra sig um á grunninu?

15.10.05

The verdict is:

það er gott að borða á Holtinu...

forrétturinn samanstóð af humri, rækju, kúskel og hörpudisk. með því fengum við hvítvín sem var með "léttum sítrus keim og smá hunangi í eftirbragði" Afskaplega gott start.

réttur 2, skötuselsrúllan var ofboðslega góð. Hvítvínið sem fylgdi þeim rétti var ekkert spes í fyrstu en þegar maður drakk það með matnum small það rosalega vel með skötuselnum.. snilld!

Svo kom mesta spennan, gæsin með súkkulaði-kirsuberjasósunni. Bráðnaði uppi í manni með þessu yndislega rauðvíni Peter Lehmann Mentor 1999 mmmmm...

Eftirrétturinn, "Botrytis" surprise, var skemmtilegt surprise.
Nú kemur fróðleiksmoli:
Botrytis er semsagt myglusveppur sem leggst á vínber, gerir á þau loftgöt sem gerir vínin af þeim dísæt..
við fengum slíkt dísætt hvítvín með eftirréttinum.. það var algjör snilld. Eftirréttirnir voru þrír smáréttir; ítalskur marens á amaretto parfait, ís með einhverri brauðrúllu og hvít súkkulaðimús með fersku rósmarín! og með því drukkum við semsagt þetta dísæta "Peter Lehmann Botrytis Semillon 2002"

En núna getum við allavega farið að kalla okkur fastagesti á Holtinu.. það er ekki amalegt.

ps. Ég hafði hugsað mér að þetta yrði fyrsta áfengislausa helgin síðan í sumar.. en það er nú varla hægt að tala um slíkt eftir þessi fjögur glös og koníakið sem fylgdi í kjölfarið..
hvenær kemur hin áfengislausa helgi?!
(Hinn áfengislausi Helgi?!)

13.10.05

Holtið í kvöld

Jæja svo er það Holtið í kvöld.. flottræfilshátturinn að drepa mann! Svona er að eiga ekki bíl.. þá leyfir maður sér hvað sem er!

12.10.05

hnuss!

oh! ég þarf að læra í allt kvöld inni í herbergi.

Frammi verða 4 föngulegar stúlkur að horfa á 10 föngulegar stúlkur í sjónvarpinu.. en ég verð inn í herbergi að læra um Rousseau! Hnuss!

Það er gaman að

-kenna

en leiðinlegt að læra að kenna

en vonandi er samt gaman að læra þegar ég er að kenna

það er allavega örugglega ekki gaman að kenna þegar ég er að læra - það er víst

11.10.05

Hlíðardalsskóli

marinn og blár, útklóraður og haltur, skinnlaus á hægri stórutá, með strengi og hálsríg, o.s.frv.

Nei ég lenti ekki í slagsmálum.. ég var bara í æfingabúðum kórsins í Hlíðardalsskóla um helgina. Þar gerist ýmislegt...

6.10.05

Hótel Holt - taka 2

Nú er tapað og grætt á víxl.. Ég tapaði 10 000 kalli í dag! Mér var boðið að kenna í forföllum en þurfti að hafna því út af bloody hópverkefni.

græddi samt 2000 kall í gær á móti.. ætlaði að taka leigubíl þegar ég missti af strætó en ákvað að bíða frekar.

en eftir allt þetta peningastreymi ákvað ég bara að við Ásdís skyldum skella okkur á Holtið!



Skelfiskur að smakka:
Kræklingur og kúskel með tómat og skarlottulauk
Léttreyktur hörpudiskur á jerúsalem ætiþistlum
Engifer og sítrusmarineruð risarækja og humar

Peter Lehmann Riesling Reserva 2000
Eden Valley – Australia



Skötuselsrúlla blómkál og jarðsveppir:
Steiktur skötuselur með kryddjurtum og parmaskinku,
blómkálsjarðsveppamauki og humarfroðu

Peter Lehmann Weighbridge Chardonnay 2004
South Australia Valley



Gæs, kirsuber og súkkulaði:
Steikt gæsabringa og gæsaballontine með fylltri kartöflu,
kóngasveppum og kirsuberja súkkulaðisósu

Peter Lehmann Mentor 1999
Barossa Valley – Australia



Eftirréttur “Botrytis” Surprise

Peter Lehmann Botrytis Semillon 2002
Barossa Valley – Australia

Kaffi og konfekt


Fjögurra rétta matseðill og vínglas með hverjum rétti,
Kaffi og konfekt

Verð 9.500.- á mann

Ásdís! fimmtudagur kl. 8, ég býð!

hlemmur & kjötsúpa

eitthvað var strætókerfið að bregðast mér í gær! Ég rétt missti af strætó og blótaði sjálfum mér í sand og ösku fyrir að vera alltaf svona seinn niður á Hlemm... en ég ákvað að bíða eftir næsta og sá fyrir mér leiðinda 20 mínútur.. ég tvinnaði blótsyrðin og rölti um Hlemmtorg.

(Það rann þó aðeins af mér bræðin þegar ég sá gaur reyna að borga sig inn á almenningsklósettið en það hafnaði tíkallinum hans trekk í trekk.. örvæntingarfullar tilraunir hans til að borga sig inn á klósettið báru ekki árangur og hann gekk sneyptur á brott! Ég áttaði mig á því að vandamál mín voru tiltölulega þægileg miðað við sumra!)

en svo leið og beið og það var ekki fyrr en eftir 50 mínútna bið sem rétti strætóinn kom aftur.. það hefur eitthvað klikkað hjá köllum!

en annars auglýsi ég eftir kjötsúpudýrkendum. Asninn ég gerði kjötsúpu í gær í risapottinum mínum og það rann smám saman upp fyrir mér ljós eftir því sem ég bætti í pottinn að ég var að gera allt of mikið. Þetta endaði sem nálega 10 lítrar af súpu og við erum nú bara 2 í heimili þannig að.. æi.. ég er svo vitlaus!

3.10.05

vei!

ofnarnir komnir í lag.. spurning hvort maður verði samt jafn ánægður þegar pípulagningamannareikningurinn kemur?! en jæja þetta var nú svona "had to be done" dæmi!

Nú verður skárra að sofna
er streymir hiti um ofna,
nú frýs ekki framar pissið
á ferð sinni oní kló.
Verður nú aftur vökvinn úr krananum
að vatni en ekki að snjó.

Og skárra nú verður að vakna!
Ég veit að ég ekki mun sakna
frosinna handa og fóta
er fætur skríð ég á.
Nú kynt er af krafti og engin hræðsla um
kal á stórutá.

Spennandi ferð í kringluna

Við fórum í veiðiferð í Kringluna í gær..

Við þurftum að versla í Bónus og fórum því í Kringluna og ég missti það út úr mér að ég ætti lítið af svona þykkum hlýjum peysum.
Ásdís fór í svaka ham og stormaði um alla kringlu í leit að bráð. Við enduðum í Hagkaupum og þar hófst sjálf veiðin!

Í þeim innkaupaferðum sem ég hef farið í hef ég labbað rólega um búðina og vitað hvort eitthvað kallaði á mig.. en í þessu tilfelli var búðin tekin eins og hún lagði sig á nokkrum mínútum og hvert herðatréð á fætur öðru var gripið og ég fylgdi eins og hundur og hélt á öllum flíkunum. Þetta var fínt ef maður bara passaði sig á því að halda sig til hlés. Síðan var haldið í mátunarklefann með herlegheitin og ég mátaði hverja peysuna á fætur annarri.

Og nú er ég töffari í nýrri peysu þökk sé þessari spennandi verslunarferð!

Takk Ásdís!!
Þetta var rosalegt!