30.11.05

bissí dagar

Vaknaði kl. 7 í gær og fór með strætó upp í Grafarvog um 7:30. Kenndi þar helling af tónmenntatímum til svona 14:30, og fór síðan beint niður í bæ í tónmenntaskólann og kenndi þar á píanó til sex. Fór þá á kóræfingu og kom heim þreyttur um áttaleytið. Allt í striklotu. Var síðan andvaka í nótt. :(

Fór á fætur kortér í 7 í morgun og fór með strætó upp í grafarvog um 7:15. Kenndi þar helling af tónmenntatímum til svona 12, og fór síðan beint heim og fékk mér eggjabrauð. Fór þá aftur upp í grafarvog um tvöleytið að kenna á píanó. Fór síðan þaðan niður í tónmenntaskólann og kenndi þar einn tíma á píanó - til sex. Kom þá þreyttur heim..

en þá beið líka góður matur og þjónusta!!

Ég er sibbinn

28.11.05

stóð mig með sóma

Var brunavörður á jólatónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld. Það þýðir það að maður fær frítt á tónleikana en þarf að sitja nálægt brunaútgangi. Þetta voru gullfallegir tónleikar og ég naut mín vel í þessu embætti og undir lokin gerði ég meira að segja gagn! Það stóðu 2 konur upp inni í næst síðasta lagi og önnur þeirra virtist vera að fá aðsvif. Með snarræði kom ég þeim út bakdyramegin svo þær þurftu ekki að klöngrast yfir alla kirkju og trufla allt. Nú fer ég hamingjusamur að sofa í kvöld, vitandi það að ég skipti máli.

djöfull er ég annars svangur!

25.11.05

b-manneskja

Ég er b-manneskja dauðans en hef þurft að rífa mig nokkuð oft upp fyrir allar aldir núna að undanförnu. Ég mæti alltaf seint í skólann og mér finnst alltaf eins og himinn og jörð séu að farast þegar klukkan hringir eftir þriðja "snús" eða fjórða,, eða fimmta. Ég hata að vakna snemma

En nú er ég búinn að fatta hvernig á að fara snemma á fætur og hafa nógan tíma til að borða, taka sig til og snyrta sig og allt. Þú stendur bara upp þegar tími er kominn til og hana nú, ekki flóknara en það!

Oft eru einföldu lausnirnar bestar!

24.11.05

langur listi

fyrir nokkrum dögum var ég "kitlaður". Ég hef fylgst með fólki kitluðu hér og þar og haft gaman af en sérstaklega hef ég verið ánægður með að vera ekki kitlaður. Mér leiðist að búa til svona lista þó ég hafi gaman af því að lesa þá. Ef ég skil þetta rétt á ég að telja upp sjö atriði í nokkrum kitlliðum og fer sá listi hér á eftir

áður en ég dey mun ég:

sko ég mun aldrei deyja, er ódrepandi, þannig að þessi kitlliður á illa við mig. En ég ætla að orða þetta svona:

áður en ég verð 120 ára mun ég:

komast með lag í sjónvarpið í júróvisjón
læra "djöflavalsinn" eftir Liszt
borða strútakjöt
búa til góðan mat og mikið af honum
jafna mig í höndunum
búa til stuttmynd
læra

ég get:

ég veit nú ekki hvort það eru heil 7 atriði sem ég get gert skammlaust en ég ætla að reyna að finna þau... ummm

ég get:

sungið og blístrað í einu
æft mig á píanó og horft á sjónvarpið í einu
kúkað og pissað í einu
þulið upp ótal kvæði eftir Jónas Hallgrímsson utan að (Ástarstjörnu yfir hraundranga skýla nætu... I love this guy)
borðað og borðað nokkuð mikið
hlegið að öllu
borðað allt sem eðlilegt má teljast

ég get ekki:

munað neitt
ráðið tónhæð prumps míns
skrifað vel
vaskað hratt upp
brotið saman föt (ok ég get það, en nenni því ómögulega)
hætt að káfa á Ásdísi
gripið í báða brjóstvöðvana mína


hitt kynið hrífur mig með:

(ja hitt kynið er nú "default" hrífandi en það sem stendur upp úr er:

húmor
ytri og innri fegurð (sem kemur að miklum hluta til með húmor)
almennum huggulegheitum
heilbrigðum tónlistarsmekk
góðmennsku
flottum brjóstum (já, ég verð að verð að viðurkenna það bara)
mataráhuga

ég dái:

allt of marga til að telja einhverja 7 út!!

ég segi oft:

djöfullinn
gummi
vattðefokk
ég er svangur
ég er þreyttur
ég er latari en andskotinn
hvað eigum við að borða í kvöld

núna sé ég:

bakaraofninn (grrrrr..)
sjónvarpið (Herra Ísland í gangi - grrrr.. hóst)
Ásdísi (grrrrr..)
tómatsósuflösku
aðventukerti (æ þúst svona dagatalakerti - 1. des, 2. des... voða gaman!!)
tölvuna
sinnepsflösku (já það voru pylsur í matinn.. ég á eftir að ganga frá)

Svo á ég að kitla einhvern og veit að Ásdís hefur gaman af því að búa til svona lista og segi því: gilligilli Ásdís!

sá gaur borða banana áðan í strætó

er ég sá eini sem borða ekki endana á bönunum?

21.11.05

Létum slag standa og slógum í gegn

jæja! Viktor og Leoncie slógu í gegn í Borgarfirði. Það var mjög gaman; dægurlagasamkeppni, skemmtiatriði og sveitaball.. heldur mikill tópaslíkjör samt! en well soneretta, að öðru leyti gaman.

18.11.05

Viktor & Leoncie

ja mig hefði nú seint grunað fyrir svona rúmu ári síðan að ég ætti eftir að koma fram sem Viktor á skemmtun í Reykholtsdal. En það gerist víst annað kvöld þegar ég og Ásdís troðum upp sem skötuhjúin. Flutt verður lagið "Hi ástin" og ef við verðum klöppuð upp erum við tilbúin með lagið "Ást á pöbbnum" líka. Þetta verður athyglisvert!

17.11.05

útlitsleg yfirhalning

Fyrir










Eftir

15.11.05

of góður? - seinni hluti

enn er ég á leið í rúmið, og enn er ég á leiðinni svangur í rúmið. Mig langar aftur í egg en ég held að það sé ekki góð hugmynd.. er það? Aðallega gagnvart Ásdísi kannski! Eru egg ekki annars afar loftaukandi?!!?!

ef egg ég legg í munninn nú
og legg svo augun aftur
myndast maga mínum í
mikill sprengikraftur

þá gyðjan mun um miðja nótt
úr miðju minni heyra
urg sem leiðir smátt og smátt
og smátt í eitthvað meira

í orðsins fyllstu eggjandi
iðrakrampinn geggjandi
og rassahrotur hneggjandi
eru´ekki á Ásu leggjandi

vakna mun um miðja nótt
móður bæði og rjóður
ég dís býð ekki upp á slíkt
er ég kannski of góður?

allavega ætla ég eigi að fá mér egg! heldur fara svangur í rúmið.

14.11.05

of góður?

ég var með of margar einingar á síðustu önn (of góður?) og þess vegna fékk ég rukkun frá LÍN upp á 98 000 kall..!!?? konan sagði kurteisislega: "ég eyði þessari skuld"
-þar með er það mál dautt!

næst vonast ég til að sorpukallinn dingli hjá mér og segi: heyrðu þetta var nú bara einhver vitleysa hjá mér, auðvitað þarftu ekki að borga 500 kall til að henda hurðinni.

og svo þarf ég bara vinna fartölvu í einhverju happadrætti eða eitthvað til að geta spilað Civilization 4 og þá er ég endanlega orðinn happy!!
-----
Þegar ég var í lánasjóðsleiðangrinum í dag gekk ég fram hjá einhverju Rauðakrosshúsi og þar var gömul kona að brasa með einhvern þungan kassa fullan af eggjum.. ég reddaði henni kassanum inn í hús og hún bauð mér eggjabox að launum, full þakklætis. Ég afþakkaði það (of góður?), hugsaði með mér að það þyrftu aðrir meira á þessum eggjum að halda en ég.
-annars langar mig nú í egg núna,.,. en það er víst að koma háttatími - spurning um að fara bara í rúmið.

Góða nótt ef þið eruð að lesa þetta að kvöldi til (annars góðan daginn).

Er sorgin knýr dyra

Ásdís er að fara að flytja verkefni á morgun úr bókinni "Er sorgin knýr dyra". Ég vona að það hjálpi henni að hjálpa mér að takast á við sorg mína sem nú knýr dyra!

í fyrsta lagi: Ég keypti "civilization 4" í fyrradag.. ég er búinn að fatta eftir nokkrar tilraunir að tölvan mín er ekki nógu hraðvirk fyrir leikinn! (bloody tækniframfarir) *#$*%#

í öðru lagi: Ég var rukkaður um 525 kr í dag í sorpu.. fyrir að henda einni hurð; já einni hurð! djöfuls okur

í þriðja lagi: Ég var rukkaður um 98 000 kr hjá LÍN í fyrradag, og þarf að vera búinn að borga skuldina innan 15 daga!!!!?!! :o
ég fer niður eftir á morgun og garga eitthvað á þá!! og ef þeir taka illa í gargið arga ég.

Annars var grafni lambavöðvinn snilld (og Ásdís var sammála); með gráðaosti, lambhagasalati og furuhnetum. Alveg megadýrlegt; mmmmjjaaaa!!

en jæja Ásdís biður að heilsa - bæ

12.11.05

Danmörk

ég er ennþá í Danmörku (andlega séð)

ég nenni ekki heim (andlega séð)

ég man fólkið









ég man hafmeyjuna









ég man mátunarklefana









man stytturnar










En það er þó ýmislegt skemmtilegt í deiglunni hér á Íslandi.. núna liggur t.d. inni í ísskáp lambavöðvi af innanlæri. Ég er hjúpaði hann kryddi í fyrrakvöld og hann verður síðan prufuétinn annað kvöld. Undarlegt nokk er þetta í fyrsta skipti sem ég prófa að grafa lamb.. ja hef aldrei grafið nokkurt kjöt einu sinni..

ég veit að þetta er nú daglegt brauð fyrir flestum ekki satt?! að grafa kjöt..

10.11.05

fjórir feitir fiskar

jæja netið var að komast í lag! poppaði bara allt í einu í gang þegar ég var að spila pinball!

ég varð álíka hissa og þegar ég kom heim áðan og sá fjögur silungsflök á forstofugólfinu.. hélt mig væri að dreyma.. en þetta á sér allt eðlilegar skýringar!

En það er ekki að spyrja að því.. Köben var frábær... kynntist henni í fyrsta skiptið almennilega núna.

blogga betur seinna... þarf að drífa mig..

ÁSdís keypti þennan kjól í ógeðslega kúl búð sem við fundum! kannski verður hún í honum um áramótin!!





















Við keyptum líka Elvis dyramottu í sömu búð! nú verður ekkert slor að þurrka á sér skóna hjá okkur!

1.11.05

Helvítis netið!!

netið neitar að virka þannig að ég stelst bara til að blogga hér í miðju hópverkefni... blogga aðallega til að segja að ég get semsagt ekki bloggað (ákveðin mótsögn!)

en það verður allavega köben á morgun! sweet..

Strikið here we come!