29.9.05

Bjarts sýni

Ávextir og grænmeti geymast vel á bekknum hjá okkur enda kjörhitastig 10-12 gráður!

Lopapeysur eru þjóðlegur og fallegur klæðnaður og því gaman að klæðast þeim utan- og innandyra!

Minni hætta er á að skordýr þrífist eftir því sem hitastigið læðist nær núllinu!

Það er ekki kalt að fara út með ruslið þegar það er jafnkalt inni!

Við erum óendanlega svöl þegar við vöknum á morgnana!

Ég bið alla svartsýnisseggi afsökunar en ég sé björtu hliðarnar á öllu þessa dagana og þar á meðal því að ofnar hússins eru í lamasessi! :)

28.9.05

það tekur 25 mínútur að klippa mig!

Á: ég þarf að læra eitthvað um helgina
Há: já þú ert í fríi á föstudaginn, reyndu að nýta hann sem best!
Á: nja ég er í klippingu á föstudaginn!
Há: já en það tekur nú ekki allan daginn
Á: ja það tekur nú 3-4 tíma
Há: wtf!!!!!!
Á: byrja hálftólf og er eitthvað fram eftir degi
Há: wtf!!!!!!
jæja þú lærir bara á laugardaginn :o

ja thad er nu thad! svona er heimur kvenna flokinn!

26.9.05

Já það er nú það...

fimmtudagur - pasta golftuskano

Asdis var ad vinna til 12 a fimmtudagskvoldid og eg aetladi ad vera ultra nice og elda fyrir hana pasta og koma med i vinnuna. Eg eldadi spaghetti carbonara og hljop sidan upp i borgarleikhus med afraksturinn, aegilega stoltur. Tegar eg tok skalina med pastanu upp ur pokanum missti eg hana a golfid og pastad for allt ut a golf!! vid átum þó slatta af því en þetta var bögg!!!

fostudagur - alcoholus too muchinos

var i skolanum fra 8 til 3 og ad kenna til 6 en vid forum sidan a veitingastaðinn Á NÆSTU GROSUM saman og asdis baud upp a graenmetisrett.. tad var mjog ljuft en ekki mjog sadsamt til lengdar.. síðan var kórpartí og ég

laugardagur - veikindinos

var veikur, en Kristjan Karl kom og setti saman fataskáp með mér. Ég gerði ekki mikið gagn en um kvöldið horfðum við síðan á Untergang um síðustu dagana í lífi Hitlers. Það var afar súrrealískt að fylgjast með Hitler í þynnkunni. Treysti mér ekki í innflutningspartí sökum slappleika

sunnudagur - bandyus islandicus

Á sunnudeginum keppti ég á Íslandsmeistaramótinu með Bandífélagi Háskólakórsins og við stóðum okkur bara vel.. töpuðum tveimur "naumlega" og unnum einn!

nú er mánudagur og mér er kalt.

23.9.05

ég er búinn að fatta hátalarabrandarann!

"há"-"talari"
"hár" maður sem "talar" mikið..
how clever..
þarna klikkaði ég!

22.9.05

skeggið er að gera sig...?? eða

sökum leti og almenns tímaleysis er ég kominn með töluverðan skeggfrotté. Nú virðast dömur falla í ómegin hvenær sem ég nálgast og ég tengi það soldið skegginu.. eða..? já - jú..

en sorrí dömur! ich bin von-nehmen..

ps. ég er kannski aðeins að ýkja en frásögnin er engu að síður byggð á sannsögulegum atburðum!!
Skeggið mun þó hverfa við fyrsta tækifæri!

20.9.05

5 gagnslausar staðreyndir

uu það er búið að tví"klukka" mig og því ber mér að skrifa 5 g s:

1. ég er myrkfælinn
2. ég hata bílflautur - nema til að minna menn á ef menn gleyma sér á ljósum
3. mér finnst lyktin af kúamykju sjarmerandi á stundum
4. mér finnst David Letterman ófyndinn
5. grunnástand mitt (samkvæmt Ásdísi) er að vera svangur og þurfa að pissa og vera kalt

maður á þá að klukka einhvern annan til að viðhalda keðjunni og Lena! ég klukka þig!

19.9.05

thank you Hössi!

Fór á dýrðlega tónleika á föstudagskvöldið með Herði Torfasyni. Ég hef aldrei stúderað Hörð neitt og hafði þar til nýlega bara heyrt "Ég leitaði blárra blóma"!!

En á tónleikunum fór hann um víðan völl, bæði í fyndnum lögum, sorglegum og svo bara virkilega flottum! Hann er rosalega gefandi og skemmtilegur á sviði og orkan sem hann gaf frá sér fyllti mann fítonskrafti. Hann greip mann strax frá fyrstu sekúndum þegar hann mætti á tásunum á sviðið og byrjaði að spjalla.. eins og hann gerði á milli flest allra laga. Sagði margar yndislegar sögur.

Ég er búinn að vera í tveggja mánaða sjálfskipaðri; þó nokkuð óþægilegri en týpískri tilvistarkreppu og rugli en Hössi fór langt með að eyða ruglinu.. skýra málin..

sannur listamaður! breytti bætti og kætti! Nú líður manni stöðugt vel eins og vel smurð vél.

Takk fyrir Hörður!

15.9.05

Síðasta bloggið!

hver er tilgangur bloggs? Ég fór allt í einu að hugsa um það, fer samstundis í bloggtilvistarkreppu. Ég hef nú samt ritað þrjár greinar um the beauty of the blog.. jú það er eitthvað við það að blogga þegar ég pæli í því.. og þó.. jú..

eitthvað..

en þetta verður síðasta bloggið!
í kvöld.

óhreinirsokkar.com

Anna!
ef þú varst að leita að svörtum, óhreinum sokkum þá voru þeir á milli Andrésblaða í öðrum pokanum. Spurning hvort þú viljir þá senda til merkúr eða danmerkur eða hvar sem þú ert aftur?

Ásdís!
plís! ég er tepra og kveif hvað varðar nekt..

14.9.05

fjorar staðreyndir VIII

það er furðulega erfitt að vakna á morgnana!
ich liebe Ásdís und ihre haar!
Jeg snakker inte gode dansk!
i´m not a carrot anymore!

11.9.05

fönní stöff

Já það er gaman að eiga níræðan afa sem er stuðbolti dauðans. Þegar gestirnir byrjuðu að tínast í burtu um 2-3 var hann manna hressastur búinn að dansa tímunum saman!!

Já það var yndislegt að borða góðan mat og drekka sérstaklega gott rauðvín með.. e-h bombay dæmi! sweet!

Það var dásamlegt að hlusta á tvo áttræða karla spila fornrómantíska danstónlist. Annar á rafmagnsgítar og hinn á harmonikku. Sá sem spilaði á rafmagnsgítarinn var svona 160 cm og átti auk þess þann stærsta rafmagnsgítar sem ég hef séð - það var fönní stöff! frábært - mig langaði svo að hlaupa að kallinum og knúsa hann.

Það var stuð að vera nettur celeb eftir að hafa spilað tvö lög á píanóið fyrir þennan fjölda-

Já fornrómantíkin sveif yfir vötnum og það var gaman að dansa við dísir við þessa fornrómantísku tónlist.. ég hafði ei dís mína.. en ég hafði Eydís mína. - og Hafdísi mína.. dansaði við Eydísi og Hafdísi - en enga Ásdísi!!...
Það vantaði réttu dísina!

Lélegasti brandari í heimi!

Eins og menn vita er ég með mikinn aulahúmor og hef það að markmiði að hlæja sem mest. En það er erfitt að láta bjóða sér svona:

"-hvað kallast maður sem er rúmir 2 metrar á hæð og með algjöra munnræpu?
-Hátalari!"

Þessi brandari er aftan á Andrésblaði (19. tbl. 16. árg. 11. maí 1998). Guð minn góður, að hann skyldi fá að fljóta með! Aðrir brandarar á baksíðunni eru annars boðlegir; sbr:

"Skoskur kennari: -Ef þú átt fimm krónur og ég bið þig um þrjár krónur hvað áttu þá margar eftir?
Skoskur nemandi: -Fimm krónur!

Er kannski e-h sem ég er ekki að fatta í þessum hátalara"brandara"?!!

HÁTALARI!!
wtf

nóg af mæli í bili

ég var að fatta að það er kominn 11. september! var að koma heim úr afmælinu!

en það var gegt gaman í afmælinu hjá afa! dansað og sungið og drukkið og spjallað... en nú er 11. september! eftir kaffi og koníak og bjór og rauðvín í kvöld, fer 11. september í að koma sér til reykjavíkur og það verður belíss.

10.9.05

Umræða

efni:

Berum við ábyrgð á eigin hamingju?

skoðanir:

1) mér leiðist
2)Það verður gaman á morgun og örugglega hinn líka!
1) get ég ekki gert eitthvað til að létta mér lundina akkúrat núna
2) kl. er þrjú farðu að sofa
1) Það er cheap ráð - farðu að sofa - ég vil létta mér lundina
2) kl. er þrjú! þú ert þreyttur og þú ert að tala við sjálfan þig á bloggi í staðinn fyrir að leggjast fyrir!! Engin furða þó þér líði ekki vel! pældu í því!
1) á ég þá bara að fara að sofa til að mér leiðist ekki lengur? er það ráðið?
2) ég meina lestu góða bók eða eitthvað, en farðu allavega í rúmið í staðinn fyrir að hanga á netinu netfíkill!!!!
1) það er rétt.. eina vitið að fara í háttinn, maður gerir sig bara að fífli með því að tala við sjálfan sig á netinu!
2) nei nei fólk þekkir þig..

niðurstaða:

mér leiðist (but who cares)
ekki drekka tvo kaffibolla á miðnætti!!
drullastu í háttinn!
það verður stuð á morgun!
og ekki drekka tvo kaffibolla á miðnætti!!

9.9.05

mér að kenna!

Það er erfitt að kenna og að læra að kenna þessa dagana. Ég var í skólanum frá 8:30 til 15 í dag og fór svo beint og kenndi á píanó til 18. Það er ótrúlega töff að vera kennari.. geta farið inn á kaffistofuna og fengið sér kaffi og labbað um skólann eins og maður eigi hann. híhí

en nú er ég drulluþreyttur (engin Ásdís :( til að halla sér upp að) og er að fara að keyra til Akureyrar eftir klst til að fara í níræðisafmælið hjá afa stuðbolta á morgun. Það verður fjör!

(Mun sakna Ásdísar pínulítið.. en núna eretta bara ein helgi sem við erum aðskilin! ekki vika og hvað þá heilt sumar!)

8.9.05

íbúðin er í rúst

Við Ásdís keyptum fataskáp og sjónvarpsskáp í rúmfatalagernum og við ætluðum að drífa í því að setja upp fataskápinn í gærkvöldi til að geta komið öllum fötum vorum úr sófanum í rúmið.
Þegar við vorum búin að opna kassann sáum við að við fengum sendan miklu stærri skáp en við pöntuðum, sem væri í lagi ef hann passaði í íbúðina.. en það vantar svona 2-3 cm. til að svo sé :(

Nú er svefnherbergið fullt af fataskápseiningum..

Þá rifum við upp sjónvarpsskápinn og reyndum okkar besta til að setja hann upp en ég þarf að fá mér betri verkfæri í dag.. og nú er stofan full af sjónvarpsskápseiningum og allt í rúst..

Svo erum við að fara út úr bænum bæði á morgun svo að líklegast skiljum við við íbúðina í döltlu messi.

Það verður svo gaman þegar þessir skápar verða komnir upp, sérstaklega fataskápurinn. En það verður vikubið á því.

En við höfum þó alltaf hvort annað mitt í rústinni... :)

7.9.05

aftur kominn i netpasu i skolanum.. eg veit ekki hvad er i gangi. Eg a eftir ad kaupa mer allar baekur i ollum fogum.. og var ad sja fyrir tilviljun ad tad er horkuverkefni a morgun sem eg er ekki byrjadur a. arrrrg...

vid ^KJALVOR.BLOGSPOT.COM^ erum soldid lik!!

í skólanum í skólanum

Nú fer vonandi netið að komast í skikk á heimilinu! Skýst bara í nokkrar mínútur á dag í skólanum. i wanna surf""!
Ég og Ásdís erum að vinna hörðum höndum að því að koma okkur fyrir í þessu litla rými.. það er allt að smella... í orðsins fyllstu.. en þetta verður örugglega bara sæmilega fínt hjá okkur.