"Á ég þá að koma strax með vínlistann?" spurði þjónninn þegar Helgi sagði að þau væru búin að ákveða að skella sér á afmælismatseðilinn.
"Jájá" sagði Helgi og fékk í hendurnar seðil með örugglega meira en 100 mismunandi víntegundum.
Verandi vita vínvitlaus hefði þetta alveg eins getað verið Vouge en ég þóttist fletta e-h í gegnum þetta með dísi. (bæði álíka gáfuleg í þessum málum)
"Jæja er e-h hægt að aðstoða með valið?" spurði þjónninn skömmu seinna.
"uuuu" "ja"..
"Hvernig víni eruð þið svona helst hrifin af" spurði hann mig.
"uuu" "ja" .. berja.. bragð..
"Ekki mjög sterkt og súrt?" "á bragðið að koma með karakter vínsins meira?" (o.sfrv.)
"uuu" "ja" .. já! jájá, einmitt.
"já, þá held ég viti hvert við séum að fara."
Endaði svo á að fá 7000 króna búrgúndarrauðvín frá 1994 og 2600 kr 400 ml flösku af hvítvíni.
Rauðvínið var fínt en hvítvínið var algjör snilld!!
Það fyrsta sem var borið á borð var síðan graflaxsnitta, 2 sniglar í skel og lauksúpa í litlum bolla.
Graflax er alltaf góður, sniglarnir voru furðu góðir en lauksúpan var fokking snilld. Lauksúpan vann þessa lotu, þó dís hefði titlað snigla sem snilla.
Þá var komið að humri í skel með stórkostlegri sósu, hann fór langt með það að hrifsa fyrsta sætið af lauksúpunni góðu.
Þá fengum við aukarétt út á réttu samböndin!! ætiþistlafroða með graslauk í boði Simma var ólíkt öllu sem ég hef bragðað en alveg magnaður skratti.
Tónar hafsins blanda af smokkfisk, hörpuskel, skötusel, risarækju o.sfrv. var mjög gott, þar kláraðist hvítvínsflaskan svo nú var komið að rauðvíninu sem var drukkið með restinni af þessum rétt.
Kampanvískrapís var sérlega ánægjulegur lystauki en svolítið naumt skammtaður (ein msk).
En þá kom stórabomba: Lambahryggvöðvi “tranche” og turnbauti með fondandt kartöflu, rótargrænmeti, villisveppasósu og Bearnaise. Engin orð eru til að lýsa gæðum þessa réttar svo góður var hann!!!! sósurnar voru beeb! og kjötið var beeb! og meðlætið var beeb! Ekki spillti rauðvínið!!
Eftirréttirnir voru ágætir en kannski það sísta á dagskránni. Betra var hins vegar konfektið sem fylgdi kaffinu og koníakinu í betri stofunni!! Snilldar koníak og frábært kaffi og konfekt.
22500 kall beibí - worth every penny!