(veitingastaðir) 1 dagur - 2 kaffihús
Fórum síðan á kaffi Karólínu í kvöldmat.
Kaffi Karólína ***1/2
fengi kannski 3 eða 3 og hálfa stjörnu af 5 mögulegum.
Við vorum níu sem fórum og pöntuðum okkur alls kyns rétti. Matseðillinn var einfaldur en freistandi. Ég fékk mér léttreyktan svartfugl í forrétt sem var mjög góður, með epla og kókossalati sem smellpassaði með. Í aðalrétt fékk ég mér nautalund sem var einnig mjög góð og sérlega gott meðlæti fylgdi með, t.d. karamelluhvítkál og blómkálsfroða!!
Eftirrétturinn var svolítið sviplaus viský-súkkulaðikaka með ágætum kaffiís. Ágætir réttir hjá mér en inn á milli komu réttir sem voru varla boðlegir á svona stað, t.d. kræklingsréttur sem nokkrir pöntuðu sér í forrétt, ótrúlega óspennandi réttur (eingöngu kræklingur) og auk þess ekkert svo góður.
Þjónninn var líka í slappari kantinum með setningar eins og:
Einhver: hvernig ostakaka er í eftirrétt
þjónn: æi bara venjuleg ostakaka
Ekki mikil liðlegheit!
matarlega séð fær staðurinn svona þrjár og hálfa en í heildina ætti hann í raun ekki skilið meira en svona 2 og hálfa til þrjár...