30.5.05

Brauð

Ásdís gaf mér brauðgerðarvél í outwritegift og þar sem ég er nú að fara norður eftir nokkra daga ætlaði ég bara að geyma að nota hana þangað til í haust. En ég nottla gat ekki setið á mér og var að prufukeyra og þvílíkt stuð..
Mér líður reyndar soldið eins og ég sé að svindla í bakstri þegar maður þarf svona lítið að hafa fyrir þessu en þetta var samt hörkuspennandi að fylgjast með í gegnum lokið meðan vélin hnoðaði og gerði brauðið. 3 klst seinna kemur út ilmandi brauð með stökkri og góðri skorpu - þvílík snilld.

29.5.05

Lækjó 8/10 - Holtið 9/10

Það verður að segjast eins og er að Holtið er skrefinu framar en Lækjarbrekka að gæðum. Allavega get ég fullyrt það af mínum stuttu kynnum. Lækjarbrekka er vissulega afar kósý en það vantaði herslumuninn.
Við vorum á miklum álagstíma.. laugardagskvöld og svona og það gæti hafa haft áhrif. Það var allt mjög gott en aðalréttirnir voru svolítið ómarkvissir eitthvað.

Ásdís pantaði sér Lundaveislu:

Ferskt salat með reyktum og gröfnum lunda
Lundi með gráðostasósu

Rabarbaraeftirréttur

Mamma og pabbi pöntuðu sér Lambaveislu:

Reykt og grafið lamb
ofnbakað fjallalamb
vanillu-pannacotta með hindberjageli og súkkulaði-myntusósu

Ég fékk:

smjörsteikt brauð með laxi og basil-geitaostasósu
Piparþrennu-nautasteik með Grand Marnier og Dijon piparsósu
vanillu-pannacotta með hindberjageli og súkkulaði-myntusósu

Ásdís var mjög hrifin af sínu dæmi, ég fékk að smakka eftirréttinn og hann var snilld..-þurrkaður rabarbari og sultaður líka með æðislegri rabarbaraköku. Frábær réttur.

Mamma og pabbi fengu góðan forrétt en það var mikið um tæjur í aðalréttinum sem var illa eldaður í þokkabót.. ábót var þó auðfengin og þá kom miklu betra kjöt.

Forrétturinn hjá mér var tær snilld, gríðarlega góður réttur þó smjörbragðið væri svolítið mikið. Ég bað síðan um rare nautasteik en fékk nú að mínu mati well done.. :o sama salat var með mínum rétti og lambakjötsréttinum en þetta var mjög fínt þó kjötið væri ofeldað..
Pannacottan var síðan mjög góður endir á fínni máltíð..

Þjónustan og andrúmsloftið var gott og ekkert út á það að setja en það var bara eins og kokkarnir hefðu einum of mikið að gera á tímabili. Mjög skemmtileg kvöldstund engu að síður..

28.5.05

happadagur útskriftar

Laugardagurinn 28. maí 2005 hefur reynst mér vel!

Loksins tiltölulega laus við veikindin/slappleikann sem eru búin að hrjá mig síðustu vikur af krafti og samviskusemi.

Snemma í morgun var mér boðin vinna við píanókennslu; 6-8 klst á viku sem er nákvæmlega það sem langaði í næsta vetur með kennaranáminu.

Svo útskrifaðist ég frá LHI og ekki er það ónýtt.

Fer síðan á Lækjarbrekku í kvöld :) býst við miklu...

Þegar maður er útskrifaður er maður kominn inn í samfélagið af krafti og ég býst bara við miklu - eins og segir í kvæðabálki J.R. Mad dog "satan" Japp:

when one is outwritten
one is in

as the ones who´re in
let one in
one is in until one leaves

usually one leaves by dying
but sometimes by simply doing something wrong

but personally my plan is..
staying in forevever and evever
meanwhile impressing with my impression

25.5.05

amoxicillin

Aarrg! Það gerist ekki neitt hjá manni þegar maður er slappur/veikur. Nú er ég búinn að vera veikur/slappur í 3 vikur en fékk í gær lyfið amoxicillin sem er breiðvirkt bakteríudrepandi sýklalyf af flokki penicillínlyfja og það kemur í veg fyrir eðlilega myndun frumuveggja í amoxicillínnæmum bakteríum sem eru að hrjá mig...

Ég vona að ég verði orðinn góður fyrir laugardaginn því þá útskrifast ég og fer út að borða á lækjarbrekku um kvöldið og þá er eins gott að vera kominn með bragðskynið á hreint.. ég hef ekki fundið almennilegt bragð lengi.. var orðinn örvæntingarfullur en lyfin ná vonandi að redda þessu fyrir laugardaginn.

22.5.05

Er gamla Akureyri dauð?

Það sem setti mig endanlega úr partígír kvöldsins er að Akureyrarbarnagæskuviðmótið virðist vera dautt og allt virðist vaðandi í kerlingarbeyglum og gervitöffurum í jakkafötum. Ég kíkti aðeins í KA heimilið áðan þar sem kórinn minn gistir og ég, Ásdís, Siggi og Sigrún vorum að leita hvar kórinn var í húsinu þegar eitthvað kerlingarsvín hreytti í okkur ónotum því við nálguðumstum of dyrnar að e-h bjánalegu jakkalakka"teiti" sem ekki mátti hljóta þá óvirðingu að við stigum óvart einu skrefi inn í dæmið...
Kórinn fannst þó á endanum en þegar ég fór síðan skömmu seinna úr KA heimilinu þá var aftur gargað á mig úr sama "partí" og nú var það e-h metrósexúal Beckham-wannabe sem æpti með sígarettuna í munnvikinu: "Ekki labba á grasinu, það er stranglega bannað það er búið að rigna í allan dag!!"

wtf - ég kom ekki nálægt helvítis grasinu!!

þegar ég labbaði fram hjá andskotans aflituðu, næstum mössuðu blábjánunum sem stóðu þarna reykjandi fyrir utan partíið heyrðist mér ég heyra e-h minnst á Ingibjörgu og framtíð samfylkingarinnar.. vonandi (fyrir samfylkinguna) var þetta ekki fagnaðarteiti til heiðurs Ingu.
Mig langaði til að keyra í sjóinn en ég var nú á flotta jeppa foreldra minna svo ég keyrði bara heim og byrjaði að blogga..

:0

ó gamla Akureyri - ég gleymi þér aldrei og þú manst mig vonandi æ!

vá! ok - skil

vaaaá hvað ég fékk hátt fyrir BA ritgerðina.. það skemmdi örugglega ekki fyrir mér að leiðbeinandinn hélt upprunalega að ég ætlaði að skrifa um 4-5 af 24 prelúdíum og fúgum eftir Sjostakovits en ég skrifaði um þær allar!

hip hip húrrey errr..
kannski frekar laim að húrra fyrir sjálfum sér á besta djammtíma?!

og hverjum er ekki sama um einkunnir?.. ég náði..

vorferð..

Brottför á þriðjudegi´´
Ég taldi mig svona tiltölulega nógu góðanaf veikindunum til að skella mér í vorferð en það voru hálfgerð mistök..
Hið fallega suðurland - sem ég hafði aldrei komið á! - leið hjá í veikindavímu djöfulsins og þegar komið var til Hafnar í Hornafirði um kvöldið hljóp ég inn í rúm og lá þar í ca. sólarhring..

Miðvikudagur í rúminu´´
Miðvikudeginum eyddi ég í rúminu á Höfn og hafði ekki einu sinni hugmynd um hvað aðrir voru að gera.. - afar leiðinlegur dagur en Ásdís hélt í mér lífinu með því að heilsa upp á mig 2-3 sinnum og færa mér e-h í gogginn úr búðinni..
Ákvað þó síðan að rífa mig upp og fara á tónleika kórsins um kvöldið og éta pizzu með þeim á eftir.. fór síðan ekki heim fyrr en um þrjú um nóttina en var þá líka að mér fannst hálfdauður úr kulda og ræfilsmennsku og skalf eins og býflugnavængur þegar ég skreið upp í rúm


Haldið að Eiðum á fimmtudegi´´
Höfn var síðan kvödd með eilítið betra heilsufari en þegar við komum til Eiða gerði ég þó ekki mikið nema að hósta og stynja og ætlaði snemma í rúmið.. júróvisjón bætti ekki heilsuna!!
Fór þó í tiltektargírinn og tók til um nóttina og skemmti mér vel við það

Föstudagurinn ekki svo galinn´´
Á föstudagskvöldinu var síðan orðið gaman hjá mér og ég gat loksins sungið með og slíkt þó röddin væri ekki alveg upp á sitt besta.. Ég og Ásdís fórum ekki að sofa fyrr en kl. 5 svo loksins gat ég talað um að vaka e-h frameftir.

Laugardagurinn er nýliðinn´´
Nóttin er ung og ég ætti núna að vera að djamma með kórnum síðasta kvöldið - næstum því orðinn heill og alles en.. vegir hela eru órannsakanlegir!! Einhver furðuleg þreyta og djöfulgangur veldur því að ég sit hérna og blogga um djamm í stað þess að stunda djamm.

það snjóaði eiginlega alla leiðina
ég var veikur eiginlega alla leiðina
þetta tvennt fer ekki vel saman
vonandi hefur fólki ekki leiðst hóstinn (um of)
ég drakk samtals 2 bjóra í ferðinni og 4-5 sopa af brennivíni!!!
áfengi og slappleiki fer rosalega illa saman!!
hausverkjatöflur og áfengi er rugl

Ásdís þurfti að þjóna mér
mikið í þessari ferð
ég er heimskur
mér fannst þó margt mjög skemmtilegt
í heildina séð borgaði sig fyrir mig að fara í þessa ferð
en ég hafði þó miklar efasemdir fyrstu tvo dagana!!

ef fólkið meikaði hóstann er ég sáttur
þetta var Cool - very cool

17.5.05

vorferð??

Það verður ekkert bloggað hjá mér út vikuna því ég er að fara í vorferð háskólakórsins.. eða hvað?
Það er eitt "en"..!!

klukkan er núna hálf fjögur að nóttu, það verður farið eftir 5 tíma og ég er veikari en andskotinn! En ég trúi á kraftaverk - náttúruleg kraftaverk og verð örugglega fínn á eftir...

15.5.05

will you becoma a bachelorette of art, my dear? ..just wandering..

BA til BA

Ég er þá kominn hringinn, skilaði af mér BA ritgerðinni fyrir svona 10 dögum og þá er lokið hmm.. ca 19 ára skólagöngu.

Ég byrjaði í BA (Barnaskóla Akureyrar)
svo var það GA (Gagnfræðaskólinn á Akureyri)
svo var það MA (Menntaskólinn á Akureyri)
og á sama tíma TA (Tónlistarskólinn á Akureyri)
úr TA í TR í 1 ár og svo LHI (Tónó í R-vík og Listaháskóli Íslands)
og þar lauk ég námi með BA (bachelor of art).
(hvernig skrifar maður annars bachelor?)

Vona svo að ég endi ekki í AA.. :s


Já byrjaði í BA og lýk með BA, en sérkennilegt að um leið og ég er ekki "batsjellor" lengur útskrifast ég með "batsjellor" gráðu! Ætli það sé einhver tenging?!

13.5.05

Til heiðurs Ásdísi!!

Ástís á afmæli en er í prófum og er lítt kát með skipan mála eftir því sem mér best skildist á msn tali okkar áðan. Skil það mætavel.. augun hennar gráu eru blá eftir að hún skellt bílhurð á nefið á sér, himininn heilsaði með gráma, ég heilsaði með hósta, afmælisdagur fer í próflestur og Chicago Bulls er fallið út úr úrslitakeppninni í NBA.. en öll él styttir upp um síðir..

í dag er dagsbirtan grá
og dimm en ekki blá
drunginn drepur á
dyrnar þó komið sé vor
æ já


auga míns yndis er grátt
en akkúrat núna þó blátt
passa þú Ásdís þig átt
og athuga betur þín spor
og hátt


þó vonlaus hann virðist og grár
þá veistu að himininn blár
oft um ókomin ár
ylja og þerra mun hor
og tár


bráðum kemur vorferð
svo kemur akureyrin
það verður sungið og trallað og trallað og skrallað og drukkið og smallað og sjallað og alles og ....
svo lífið er á leiðinni sko!!

bíddu bara..

taki þeir til sín sem eiga

tilaminngjumeðammælið!

12.5.05

gott er að borða gulrót...

Nýtt æði byrjað, ég er byrjaður að borða tonn af grænmeti og ávöxtum á dag. Byrjaði reyndar bara í gær og fór þá í Bónus og keypti eftirfarandi:

gulrætur
kínakál
the ugly fruit (algjör snilld!)
graskersfræ
papriku
4 appelsínur
eggaldin
2 epli
3 banana
spínat
5 tómatar

Gerði svo wildcard salat í gær sem að var helvíti gott. Í því var eftirfarandi:

1 lúka kínakál rifiið smátt
1 lúka spínat
1/2 paprika í mjóum lengjum
1 tómatur í litlum lengjum
2 msk graskersfræ
2 msk sesamfræ
2 msk sólblómafræ
1 msk furuhnetur
6-8 döðlur skornar í 3-4 bita
1 lúka rúsínur
1 appelsína skorin í litla bita

Í dag fór ég í Hagkaup og þá hélt geðveikin áfram:

Al falfa spírur
1/2 vatnmelóna
avocado
2 kiwi
2 ferskar fíkjur
3 appelsínur
1 fennikuhnaus

Bráðum verð ég kannski sterkur! og gáfaður - og duglegur?!

hmm..?

hvað gerir maður við tóman blómavasa - ég á engin blóm núna!

11.5.05

Inga vs Össi

Ég held með Össur

hann missti nokkur prik í dag þegar hann keyrði næstum því á mig - en þeir eru nú víst önnum kafnir á þinginu svo að honum er fyrirgefið...

en talandi um að keyra á fólk. Ég varð vitni að svolitlu í dag sem ég hélt ég mundi aldrei sjá. Tveir asíugaurar í góðum fíling leiddu hjól yfir götu og kemur þá bíll á lítilli ferð og keyrir yfir annað hjólið. Þegar hann sá að hann hafði gert e-h af sér brunaði hann burtu, ég náði því miður ekki númerinu en asíugaurarnir voru svalir - brostu bara!!

7.5.05

fjórar staðreyndir VII

það er ekki erfitt að ná mar!
alls ekki hugsa fall - lega
þetta er ekki erfitt nám mar!
hugsaðu bara fallega

þessar staðreyndir eru vissulega vandfylgjur, ég geri mér grein fyrir því..
en
Jesús lifir mar!!

til hjálpar lesblindum VI

æ æ - lesblindindinginn minn var að reyna að ná í mig áðan sé ég. Ég hef ekki heyrt smassið.. mikilvægt siðfræðipróf á morgun - ég vona að hún sé ekki jafn siðblind og lesblind.. Það er best að reyna að hjálpa, verst hvað klukkan er margt mér dettur ekkert í hug..

hmm...
æ bara að ég héti Ingi og Ásdís héti Una

þá væri hægt að skrifa e-h svona: Því Ástís hefur e-h litla trú á sér þessa dagana

ég held að ég sé heimsk Ingi!
heimsk og ljót
bölvaður helvítis heimskingi
með heila á við grjót..

og ég svara:

þú ert ekkert heimsk Una
ekkert heimskari en ég!
ekki hugsa um heimskuna
hugsaðu eins og ég

sko
ef að þú ert á fullu í guðfræði
og ef að Guð er hinn sanni friður
þá gengur þér vel í guðfræði
Ef guð þú fallega biður
ekki satt?

já ok þetta hjálpar kannski ekki?!!

klukkan er hálf tvö að nóttu til

hvað með það?
úff ég var að baka lummur, ætli e-h annar sé að baka lummur out there svona seint?!

nú er mér illt í maganum..

5.5.05

blessuð blómin blessa allt

öll blómin sem ég fékk eftir tónleikana eru búin að lífga gríðarlega upp á íbúðina síðustu viku.. en nú er lífið að fjara úr þeim :'(
ég ætti kannski að halda píanótónleika 2svar í mánuði!?
þá væri íbúðin alltaf full af blómum
:D

4.5.05

ertu að kidda mig?

Er óeðlileg krafa hjá manni að sá sem vinni í við bókbindingar og prentgerð kunni eitthvað pínu á "word"?
Ég hélt mig væri að dreyma þegar ég fór með B.A. ritgerðina í gær og lét binda hana inn.
Ég bað hann um að prenta forsíðu á lhi-karton sem ég var með, en ég átti bara eftir að búa forsíðuna til. Ég skrifaði niður hvernig hún átti að vera og leit það ca. svona út
-

Helgi Heiðar Stefánsson
'
'
'
-
24
Prelúdíur og fúgur
op. 87

eftir Dmitri Sjostakovits og áhrif Bachs á samningu verksins
'
'
'
'
-
Semsagt miðjaður titill með nafninu uppi hægra megin. Ekki mjög flókið??!
Ég vissi að það var e-h á seyði þegar ég sá áhyggjusvipinn á strákgreyinu yfir þessu verkefni. Síðan missti ég andlitið þegar ég sá hann byrja að ströggla við að setja textann inn í tölvuna. í 12-13 mín dundaði hann sér á space bar við að reyna að fá textann fallega í miðjuna og var sífellt að stroka allt heila klabbið út og reyna aftur.. en svo prentaði hann út prufu fyrir mig og þar hét ég:
Helgi Heiðar Davíðsson

24
Prelúdíur og fúgur
op. 87
allt var skakkt og leiðinlegt og gafst hann þá upp!! og sagði: prófa þú, ég næ þessu ekki beinu - ég strokaði allt út - Notaði síðan ALIGN CENTER takkann og reddaði þessu á 2-3 mín, skokkaði síðan furðu lostinn út í kalt vorið.

1.5.05

díses kræst

Ég er farinn að hallast að því eftir gærkvöldið að ég sé ekki gáfaður heimskingi heldur tregur heimskingi. Hafdís, skólasystir mín, hélt partí í Kópavogi í gærkvöldi og ég tók strætó á staðinn. Ég mundi reyndar ekkert hvar hún á heima, nema að ég vissi að það var norðaustantil í Kópavoginum, í blokk.

Ég fór með strætó svona c.a. á staðinn og svo var ég með heimilisfangið í símanum og gat þá líka hringt í hana ef ég fyndi ekki götuna, því ég var nottla með símann á mér .. nei bíddu :-o ég var ekki með hann á mér *#%+*/$!!!

hálfviti!

man nottla engin símanúmer, ekki götuheitið, er ekki á bíl - just wandering round kópavogur. Ekkert internet, enginn sími, bara me against the bay.
Ég byrjaði þá bara að þræða blokkirnar og lesa hver ætti heima í þeim.. gerði þetta í ca. klst.

Þá heyrði ég hlátur út á götu sem ég kannaðist við - (dýrðlegur hlátur) - og hljóp á hljóðið og inn í ylinn - langaði samt að kyrkja mig fyrir heimskuna..