31.1.05

matur er betri en maur


Eggaldin og kjúklingabaunamauk

Chili tómatsúpa

fyllt svínalund með sætum kartöflum

tiramisú


Matseðillinn í fyrsta ofurmatarboði mínu í ár, sunnudagskvöldið 30. jan (ofurmatarboð skilgreini ég sem matarboð þar sem ég legg sál, tíma og mikla fyrirhöfn í matargerðina, helst a.m.k. þrír réttir og allt eins og best verður á kosið).
Notaði dularfulla uppskriftabókahaldarann óspart.
Stjarna kvöldsins var eiginlega hin einfalda, sætsterka chilisúpa. 3 grillaðar og flysjaðar paprikur steiktar í 2 hvítlauksrifjum og 2 msk af jómfrúarolíu, 1 chili bætt út í og nokkrum mínútum seinna ca. 10 flysjuðum tómötum. Að lokum 3-4 dl af kjúklingasoði, soðið í kortér og kryddað með t.d. paprikudufti, basil, salti og pipar, og að lokum ferskri steinselju.. mmmmm!
döðlurnar, hvítlaukurinn, furuhneturnar, basilíkan, steinseljan og cumminið var líka að dansa inn í svínalundinni.. jammm!

fór svo í bíó á Sideways (held ég að hún heiti?) algjör brilli.

29.1.05

to whom it may concern

röð orða
myndar oft
skemmtileg munstur
ef þeim er
vel raðað


ekki veit
ég af hverju
svo lítilvæg staðreynd
virðist mér
heillandi


ef hallar
þú til hægri
áttu ef glöggt að gáir
augum þá
að berja


mína leið
til að segja
fokkaðu þér helvítið þitt
pírðu augun
fuck you!


5 erindi
5 línur hvert
5 hendur sem sjokka
fimmföld er
árás mín

28.1.05

a.d.s.l. t.d. strax!! (a.m.k. a.s.a.p.)

Ég er nú farinn að halda að þetta adsl mitt muni ekki koma. ég ætla að byrja að böggast í þeim eftir Helgi, það er langt siðan það átti að vera komið. Ég sá gaurinn sem afgreiddi mig fyrir utan búðina að reykja núna rétt áðan. Mig langaði geðveikt til að rífa af honum sígarettuna og troða henni öfugri upp í óæðri endann á honum, en ég sat á mér.. gaf honum samt illt auga í laumi.

Jamie Kennedy var hér á landinu um daginn, ætli hann sé X, ég hafi verið xaður af Jamie? Það er eiginlega ekkert ósennilegra en hvað annað.. þetta er hans húmor alltént. X veldur mér töluverðum heilabrotum indeed, nú er mig allt í einu farið að gruna manneskju sem byrjar á G! hún er alltént komin efst á lista grunaðra. hmmmm... veit ekki... súrrealik rúlar!

en allavega, adsl drullastu til mín núna - fuck you! bloody bloody bastard... please.

27.1.05

Þýðing á þýskunni, fyrir illa upplýstar manneskjur:

Núna ætla ég að blogga á þýsku. ég elska þýsku þó ég tali (og skrifi) ekki góða þýsku (framburðurinn er mjög skemmtilegur, jamm).
X er mjög skemmtilegt en ég skil ekki af hverju það segir ekki hvað það er! Allir sem lesa bloggið mitt, þurfa fjarvistarsönnun, af því að allir geta verið x.

ég elska alla og vona að allir elski mig þó ég sé ömurlegur í þýsku. ég fékk 5 í öllum þýskuáföngum sem ég tók í skóla (ekki nógu gott, ég veit, ég veit). Á endanum verða allir vinir.. Benz, Hitler, Pfaff og allir hinir skrítnu karlarnir.

Núna líður mér illa af hungri, svo.. bless!!

ps. smá hjálp í þýsku:
ich bin - du bist - er ist
wie sind - ihr seit - sie sind

26.1.05

Deutchland, deutschland uber alles!

jetz will ich bloggen in deutch. ich liebe deutch doch ich spreche (und schriebe) nicht gut (das framburður ist sehr spass, ja). X ist sehr spass aber ich verstehe nicht warum es mir nicht sagen wo er ist!
Alle menschen da meinem bloggen lesen, brauchen ein fjarvistarsönnun, weil allen können x waren.

ich liebe alle menschen und hoffne allen liebst mich doch ich spreche sehr slecht deutsch.
ich hatte funf in allen meinem sechs deutsch kurzen dass ich nehmte (nicht toll, ich weiss, ich weiss). alle menschen waerden bruder, tochter aus illisium.. benz hitler pfaff und schraben taben liechter von die seinesen.

jetz ich bin mude weil ich bin sehr hungrig so tzhuss!!


ps. kleine hilfen in deutsch ich will gebe:

ich bin - du bist - er ist
wie sind - ihr seit - sie sind

25.1.05

allt stafrófið er svo flókið!

a vill b en b vill e
e vill a en ekki b
a vill kannski c en c
sér víst bara c + d

en d hann dáir bara b
dreymir ekki um greyið c
en elsku x? Vill það d?
eða a,b,c,d,e?

24.1.05

fjórar staðreyndir IV

það er betra að eiga íbúð heldur en leigja
það er meðal að vera á meðal meyja
ekki er betra að blaðra en þegja
það er sælla að lifa en deyja

allt umdeilanlegar staðreyndir svosem.

uuu?

ég þarf að fara að fylgjast betur með. Sá í blaðinu í morgun að HM í handbolta væri byrjað og Ísland búið að keppa.. Þetta HM dæmi var alveg búið að fara framhjá mér. Ég vissi að það væri á næsta leiti, en ekkert meira en það.

Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að birta ekki bréfið frá X - þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Þar eru viðhöfð ýmis lofsyrði um mig sem ég kann ekki við að birta á síðu minni. Eftir að X birti comment seint í nótt eru ýmsir horfnir af listanum yfir grunaða þar sem IP tölur segja ýmislegt. En það endar með því að bréfið fer í DNA rannsókn! I´m scared...

En jæja, huu, --- mmmm, úff vandræðaleg þögn! ætli ég segi ekki bara BLESS og ýti á publish post.

22.1.05

til hjálpar lesblindum II

X virðist ekki vera öflug(ur) í stafsetningu og vera haldin(n) lesblindu á háu stigi og því finn ég mig knúinn að setja fram nýjar vísur til hjálpar lesblindum.

Núna koma 2 menn við sögu. Sá fyrri er bjartsýnn og hamingjusamur maður og ætlar að spyrja viðmælanda sinn hvort ekki sé eins ástatt um hann. Sá seinni grípur fram í fyrir honum í ekki satt? og byrjar að kvarta yfir ástarsorg sinni. Hann var þekktur fyrir að vera í ham og yngja fólk upp með húmor sínum en hefur ekki áhuga á slíku þessa dagana. Svo veltir hann því fyrir sér af hverju menn verda svo leiðir á þeim skyldum sem fylgja samböndum.
En annars útskýrir þetta sig allt saman sjálft, ef þú ert með almennilegan lesskilning.

"Það besta af því besta er hamingja.
Hún blessuð er þín ekki s"... - ha mín? ja..
hún var uppi um daginn - en dagaði uppi
ogí dag ég vil ekki í ham yngja.

Ég skil ekki af hverju skildu leiðir.
Því skyldu menn verða á skyldu leiðir?
Ég vil ekki skilja - og skil ei þann vilja
að skilja við þann sem þig leiðir.

mmmm.. Dálítið flókið - 45 sekúndur og þú átt að geta skilið öll orð, síðan eru það 9 mínútur í orðflokkagreiningu.. ef þetta tekst ertu á grænni grein.

Tileinkað X, en einnig að sjálfsögðu The Acelady (sem þurfti að vakna í morgun kl hálf níu og fara í skólann - brrrrruuutal!).

ps. af listrænum ástæðum er best að lesa vísuna upphátt og gott að bera fram "ha mín? ja.." eins líkt hamingja og mögulegt er, og "ekki s.." sem ekkis.


ps. II ÉG er með blöðrur á tánum. (mmm .. það kemur kannski málinu ekkert við, - en staðreynd engu að síður)

nobody told me there´d be days like these

eretta manneskja
eretta dýr
eretta Guðríður
eretta Ýr

eretta stúlka
eretta piltur
eikker rólegur
eikker villtur

eretta folald
eretta kálfur
eretta þú
eðaég sjálfur

eretta djöfullinn
eretta guð
eretta leiðinlegt
eretta stuð

eretta súpermann
eretta Lex
eretta ufsilon
neietter x

enn hafa engar nýjar upplýsingar borist af dullarfulla uppskriftabókahaldaragjafaranum, eða X eins og hann kýs að kalla sig. Það er allavega hægt að taka mig af lista grunaðra þar sem það var vitni að því þegar sendingin barst í pósti.
nobody told me there´d be days like these, strange days indeed.

ps. nú fer að styttast í african sanctus tónleika háskólakórsins (+ vox), það verður eitthvað svakalegt - 12. feb (smá sýnishorn)

20.1.05

1. wuzzup?? 2. er ég líkur biskup?

minni mitt er minnisstætt
ég veit ekki hvernig það virkar.
minni mitt verður minna og minna held ég með hverjum deginum.
gott dæmi um það er blessaður uppskriftabókahaldarinn sem ég fékk í gjöf í fyrrakvöld og prýðir nú íbúð mína. Ég verð alltaf hissa þegar ég rek augun í hann og man þá aftur eftir þessari gjöf.
Hver var þetta eiginlega??
Ennþá hef ég engan grunaðann, langar soldið til að láta taka fingraför af bréfinu sem fylgdi, eða DNA rannsókn eða eitthvað, því ég er forvitnasti maður í heimi!!
En þetta er spennandi..

En er ég líkur Kalla biskup? Sá hann í mjólkurkælinum í bónus í gær með konu sinni. Hún bað hann um að leita að osti (ég vissi alveg að osturinn er ekki geymdur í mjólkurkælinum í bónus á laugaveginum en sagði ekki neitt). Hún sagðist ætla að finna sýrðan rjóma og svipaðist um eftir honum á meðan húsbóndinn fór í ostaleit. Ég smeygði mér við hliðina á konunni og ætlaði að grípa box af létt&laggott en segir hún þá við mig "ég finn ekki sýrða rjómann" en varð síðan vandræðaleg þegar hún leit framan í mig og sá að ég var ekki biskup (við vorum báðir svartklæddir). ég kann allt um Bónus á laugaveginum og sýndi henni því sýrða rjómann. Svo þegar Kalli kom grátklökkur og sagðist ekki finna ostinn benti ég eftir ganginum og upplýsti hvar osturinn er! Double deed for the bishop. ( ég lifi svo spennandi lífi)

Það gera fleiri góðverk en dularfulli uppskriftabókahaldaragjafarinn.

19.1.05

uppskriftabókahaldari!!?!!!!

oft hafa dottið dauðar lýs úr hári mínu en sjaldan hefur báran verið svona einstök!

ég var búinn að hugsa mér að það væri sniðugt að eiga svona statíf sem heldur uppi uppskriftabókum þegar maður er að elda eða baka. fæ sent í gærkvöldi slíkt statíf upp úr þurru með póstinum, nafnlaust! (kannski frá guði) Takk fyrir mig kærlega! En hver í ósköpunum stendur fyrir þessu? ég er afarafar forvitinn!
er guð að bæta upp fyrir gamlar syndir.

Þetta gærkvöld.. MA. komst áfram í GB og þetta - og hitt.

orðlaus... hvað er í gangi?

(hmm.. góði guð! næsta póstsending má gjarnan vera B.A. ritgerðin, með fyrirframþökkum - heli)

18.1.05

B.A. ritgerð

æ ég þarf að fara að byrja á ekkisens BA ritgerðinni. 5000 orð um prelúdíur og fúgur Schostakovits bornar saman við prelúdíur og fúgur Bach. mmmgrlb..
ég ekki nenna. ohh! Treystir sér einhver í þetta fyrir mig??
vegleg verðlaun!
mmmmmm:

7 rétta matarboð
3 greiðar
bollur á bolludaginn
44 píanótímar
þúsund þakkir
fótanudd
5000 kall
söng í svefn 3 kvöld í viku til vorsins

plíííííííss!

ps. prófaði um helgina að skella öllum afgangsgúrkum í gin&tónikið mitt og það var snilld! mæli með því!

17.1.05

Skálholt er sál hollt (allavega minni)

uppskrift að eftirminnilegri helgi:

jeppi veltur í hringi
borða blað
gin & romm
17 klst partí (17:30-10:30)
skálholt
svefnskálar
vodka martini shaken not stirred
sveittir hamborgarar & franskar
timburmenn
ýta insane bíl
súrrealiskt pruss
Derrick lagið
ballett
brjóta klaka úr skálum og brjóta skálirnar í leiðinni
söngur
gaman
o.s.frv.


já, að fara í Skálholt er sál hollt.. pottþétt


í söngbúðum var skálað hátt
og skálir möskuðust
var í skálum brjáluð sátt
þó sálir löskuðust
tímabundið!

þó skemmi´ann skinku
sigrar tíminn þynnku

í skálholti var skemmtilegt..

13.1.05

w bush & my brush

Ég keypti mér tannbursta fyrir nokkrum dögum. Keypti óvart hard í staðinn fyrir soft.. mistök? algjörlega!
Bush réðist inn í Írak fyrir nokkrum misserum. Það var hard en hann hélt það væri easy..
mistök? ja flókin spurning!

allavega sjáum við örugglega báðir eftir bráðræði okkar...

En ég ætla að nota tannburstann áfram þó það sé óþægilegt því ég tími ekki að henda honum ónotuðum í ruslið.
Og Bush mun örugglega hamast áfram í Írak þó það sé óþægilegt því hann er einnig í öngstræti.

Ergo: ég og Bush erum kjánar!

En það skiptir samt engu máli þó ég sé hálfviti, það böggar mig ekki, vona að það böggi ekki aðra.
Nú er ég að fara í æfingabúðir með kórnum um helgina, þar verður djúsað og plaskerað af öllum krafti og eflaust sungið eitthvað líka.

12.1.05

fjórar staðreyndir III

þó fólk sé almennt saklaust og heimskt, er óþarfi hjá þeim vitrari og valdameiri að blekkja það

þó barn sé óþægt er engan veginn hægt að halda því fram að það sé góð hugmynd að hlekkja það

ef hjartað er úr takti og skinnið orðið slappt og leiðinlegt er ráð að kíkja í ræktina og strekkja það

ef fólk litar á sér hárið verður maður feiminn því manni finnst maður ekki þekkja það


--óvéfengjanlegar staðreyndir í mínu viðmiðunarkerfi. vitleysa fyrir mörgum..

ein staðreynd til viðbótar er að það er ekki gáfulegt að fara á kóræfingu ef þú getur varla komið upp orði og ert slappur og leiðinlegur.

11.1.05

Til hjálpar lesblindum!

Upp er komin vísa til margvíslegra hagkvæmra nota. Til hjálpar lesblindum, til hjálpar s-mæltum, til hjálpar þeim sem þjást af einbeitingarskorti og einnig til almenns yndisauka fyrir alla spennufíkla.
Vísan lýsir á dramatískan hátt samskiptum afa, föður og sonar. Afinn er sögumaðurinn og ávarpar í vísunni pabbann sem er í öngum sínum því að sonurinn er svo lélegur í stafsetingu, skrifar m.a. svona sona. Hann reynir að hugga pabbann og bendir á að sökum ungs aldurs geti enn brugðið til beggja vona með stafsetningu sonarins.

Þeir sem að ná botni í vísuna á innan við 23 sek, þurfa ekki að óttast um lesskilning sinn en aðrir þurfa að skerpa sig!

Svona er sonarsonurinn!
Skrifar svona sona.
Svona, svona sonur minn!
Sært þó svona sonur þinn
þig hafi, si svona!
enn getur brugðið til beggja vona.

Tileinkað næturhrafninum, eftirlegukindinni, grimma svíninu og beljuaðdáandanum - Ásdísi


p.s.
kom rödd, kom nú! Fyrir næstu Helgi.
Far slappleiki, far þú!

p.s. II
vísunnar er best notið með sherry og klaka; lesin allhratt og ákveðið með stöðugum rytma!

10.1.05

væ VISA? ja, warum?

AF hverju er visa búið að taka yfir heiminn? Ég gat ekki fengið mér net áðan af því að ég á ekki visa, og ég gat ekki hringt norður og fengið nr. á visakorti. Þarf umboð.
Mig langar í netið.

RÖDD, KOMDU! ennþá veikur, þarf að fá röddina fyrir helgina.


Vísa um visa:

ég vil ei VISA
vil ei stand´í kortaviðskiptum
þessi vitra vísa
vonast eftir kortasiðskiptum

ég vísa í rétt minn til frjálsra viðskipta
Warum VISA, warum?

ég vil ei VISA
vil ei stand´í kortaviðskiptum
þessi vísa vísa
vonast eftir kortasiðskiptum

9.1.05

(geð)VEIKT afmæli

já geðveikt afmæli hjá Sigga&Siggu í gær en verst að vera veikur í leiðinni. Sál mín (sálir?) naut sín á samkomunni en líkaminn var ekki í stuði (veikur). Ég versnaði eftir því sem leið á teitið og um áttaleytið sagði ég við einu eftirlegukindina (hugleiðing: ég kynntist þér sem svíni, nú ertu kind, kannski vinnurðu þig einhverntímann upp í manneskju, jamm) að ímynda sér bara að ég væri skemmtilegur og lagðist síðan eins og klessa í sófann. En þar sem að mér finnst óskaplega gaman að baka þá var þetta geysilega gaman þrátt fyrir að líkaminn brygðist.
Við þá er lögðu leið sína til mín í gær segi ég - ÞÖKK.

(hugleiðing: nú á að reka mig í klippingu á morgun og fá stutt hár, ætti ég að láta undan. Ég nenni varla í klippingu og tími varla í klippingu - en..)

Note to myself!
Ef ég héldi að ég héldi svona boð aftur um næstu Helgi þá mundi ég hafa ósætar kökur inn á milli því aðeins hörðustu sykurþolendur meikuðu allar þessar sætu kökur.

another note to myself!
Gott að þetta (raddleysisveikindavesen) var þessi Helgi en ekki næsta því þá eru æfingabúðir með das kór og ekki gott að vera raddlaus þá! ég er raddlaus núna, þakka mínum sæla fyrir það.

yet another note to myself!
easy does it easy does it.

7.1.05

ammli - ich habe geburtstag im morgen!

Mættur til Reykjavíkur. Á nýju ári verður maður svo djúpt þenkjandi alltaf og nú á ég 25 ára afmæli í þokkabót á morgun (það á víst að vera stórt afmæli). Þannig að ég legg á dýpsta hyl hugsunar núna, best að vita hvað kemur út.
Ég ætla að nota árið í að finna mig, ég veit ekkert hver ég er, kominn tími til eftir öll þessi ár. Hugur taktu til starfa: Hver í andskotanum er ég? hvernig týpa?

djamm og rokk týpa? nei, varla, einum of calm.

tattú og lokk? neibb, hvorugt ég hef og hvorugt hyggst fá.

lyftingar og skokk? nei, var það kannski en þeir dagar eru horfnir í gleymskunnar dá.

algjört fokk? neinei, of snemmt að dæma mig svo hart. (i hope)

kannekká clock? ja, nú ertu að verða heitur.

merkilegt nokk? ekkert merkilegri en hver annar a.m.k.

cunt og cock? huummm... ekkert meira en hver annar.



búa í blokk? nei, einbýlishús - með flygli, helst.

pirruð og sjokk? ja, nú ertu að komast á sporið, ég pirrast oft held ég.

tölt og brokk? nei ég fer aldrei á hestbak, þó ég vinni í sveit.

likes to talk? Nja, það er nú ekkert einkennanndi eitthvað fyrir mig.

bundinn í flokk? nei alls ekki! ég kýs bara það sem mér líst á hverju sinni.

stíga á stokk? stíga á stokk týpa? hamm?! ja, ég spila reglulega á tónleikum en að öðru leyti(leiti?) er mér ekkert sérstaklega vel við sviðsljósið, þannig lagað.

háraplokk? nei! enginn má plokka hár af mér, aldrei!

bakara og kokk? já, já, þarna komstu með það. Þetta er allavega sú týpa sem ég vil vera :) Bakara- og kokka týpa, veii!
ég er feginn að þú sagðir ekki götóttan sokk týpa eða auman skrokk týpa. Það hefði verið óþægilega nálægt sannleikanum líka.

----úffúff og æ æ. Svona vinnur heilabú mitt þegar ég reyni að hugsa djúpt og heimspekilega. Ég er bara ekki gáfaður virðist vera. En það er allt í lagi því ég ætla að reyna að baka og kokka í kvöld (reyna að sanna mig sem bakara og kokk týpa) og virða afmælið á morgun.
Allir sem eru ekki á dauðalistanum mínum eru velkomnir til Sigga og Sigrúnar seinnipartinn á morgun (einhverntíma eftir 16- ich bin í bandí þangað til) að éta vöfflur og súklaðkökur og brauð - og drekka gos og kannski eitthvað görótt ef guð lofar (ég bauð Jesú ég veit ekki hvort hann mætir).

6.1.05

Reykjavík here i come!

Akureyri - Reykjavík
7.1.2005 -- 20:50 -- 0:45 -- 21:35 -- 173 -- F50


Ég kem til reykjavíkur 7. jan kl. 21:35 og hér er listi með lágmarksviðbúnaði sem Reykvíkingar þurfa að fylgja ef þeir vilja auðsýna mér tilhlýðilega lotningu.

á leið úr flugvél:
glansandi rauður dregill frá tröppum að flugstöðvarbyggingu
lúðrasveit sem leikur stefið úr SEINFELD þáttunum
heiðursvörður a.m.k. 8 lögregluþjóna
ungar stúlkur er strá blómum fyrir fætur mína

inni í flugstöðinni:
bjór og ristaðar hnetur
roast beef samloka
sterkt kaffi og dökkt súkkulaði
"stand up" grínisti til að skemmta mér meðan ég raða þessu í mig
limósína til að flytja mig og hafurtask mitt til hallar minnar

um borð í límrósunni:
nýblandaður mojito kokkteill
geislaspilari með fiðlukonsert Sibelius í botni
íðilfagur kvenmaður sem gefur mér fótanudd
18 bláar ilmandi rósir
jarðarber & vínber
extra tyggjó og góður varasalvi

með auðmjúkri kveðju; Helgi Heiðar Stefánsson


ps. allir sem lesa þetta eru velkomnir í vöfflukaffi heima hjá sigga&sigrúnu álaugardaginn næsta. (ummm.. ca... kl. 16:00 ca...)

5. jan not so good - but áttundi!

þetta var leiðinlegasti dagur ársins hingað til, ég er allur stíflaður og með hálsbólgu og hékk bara inni. en nú verð ég að jafna mig því það er víst bandí sem gildir 8. jan - laugardaginn. - ég ætla að halda upp á afmælið með slíkum tilþrifum í bandí að fólk mun ekki vita hvað snýr upp og hvað snýr niður þegar ég hef lokið mér af :) Það verður stöngin inn og sláin inn og fólk mun fella tár af aðdáun þegar afmælisbarnið raðar inn glæsilegum mörkunum. (if it goes my way)
Eftir bandí fæ ég mér svo kannski brandí ;) í tilefni af afmælinu.

4.1.05

ich bin tapsár

ég var í pool áðan niður á ali sportpub og tapaði, af hverju mér er ekki sama er erfitt að segja, þar sem eitt af áramótaheitunum var að hætta að vera tapsár ætla ég að hugsa um engla og nautakjöt og rauðvín og... eitthvað annað en pool. Hvernig hættir maður að vera tapsár??

Mig langar í tannburstann minn!

"Bitch boobies" hljómar eins og blótsyrði það sem ég gæti notað núna af því að mig langar svo að bursta í mér tennurnar, en enginn er tannburstinn hér hjá bróður mínum þar sem ég gisti núna.
Hér vorum við fjölskyldan í mat og var vel veitt; gott salat í forrétt, snilldar humarfylltar grísalundir í aðalrétt og balsamiklegin jarðarber með ís í eftirrétt. Rúsínan í pylsuendanum nei oj! (best að minnast ekki á rúsínur og pylsur í þessu samhengi gæðamatar) umm, punkturinn yfir iið var síðan rauðvínið með.
Út af ísnum er nú skán á tönnunum, karíusar&baktusar teiti. En ég veit að ég á ekkert bágt miðað við marga í heiminum þannig að það er best að hætta að væla.

En Bitch boobies! Hver kom fram með þetta orð? þ.e.a.s. tíkarspenar. Ég sé ekki mikið sameiginlegt með tíkarspenum og tíkarspenum! ég fatta fléttur, en tíkarspenar?

3.1.05

fjórar staðreyndir II

endirinn á eldspýtnastúlkunni var trist
Britney Spears er vinsælli en Liszt
Tónlist Britney er varla list
það er happy endir í oliver twist
Þetta eru fjórar staðreyndir sem ég vaknaði með á vörunum áðan. Þær voru raunar ennþá fleiri en þetta eru þær sem skipta máli.

2.1.05

Leikhús og Blæti Sigrúnar - 2 in 1

LEIKHÚS

Í kvöld er það oliver twist sem gildir, ég fer með miklar væntingar í leikhúsið. Ég dýrka að fara í leikhús en geri afskaplega lítið af því. Ég fór einu sinni í haust og það var í fyrsta skipti í næstum 2 ár sem ég hafði farið að sjá leikrit. Í haust var það litla stúlkan með eldspýturnar sem varð fyrir valinu, þar lék aðalhlutverkið skólasystir mín Þórunn Arna og stóð sig það vel að það kæmi mér á óvart ef hún kæmi ekki meira við sögu í leikhúslífi þjóðarinnar í framtíðinni! hún átti sýninguna! já ég þræði leikhúsin að sjá fátæka krakka bugaða af óréttlæti og misskiptingu þessa heims.

BLÆTI SIGRÚNAR

Sigrún mágkona mín opinberaði skrítna hneigð í gærkvöldi. Allir voru í goody feeling að rabba saman en allt í einu kemur Hafdís mágkona askvaðandi með grátt hár sem hún hafði kippt af höfði sínu, og kvartaði sáran yfir ellimerkjunum. Allir byrjuðu að rífa hár úr höfði hvers annars og leita að gráum hárum en mér hryllti við því ég haaaaaaaataa þegar hár er rifið upp með rótum af líkama mínum, það síðasta sem ég mundi gera væri að fara í vaxmeðferð. Ég asnaðist til að láta opinbera þessa hárhræðslu mína og samstundis breyttist viðmót Sigrúnar.
Hún lýsti því yfir að hræðsla mín og sársauki væru sálfræðileg hindrun sem ég þyrfti að yfirstíga, í raun væri ekkert vont að kippa hári af höfði. Ég var eltur um stofuna logandi hræddur við hina nýju Sigrúnu, grimmdin skein úr augum hennar, nasavængir hennar þöndust ótt og títt og þar sem ég er nú vanur að láta vaða yfir mig að lokum gafst ég að endingu upp. Hún fékk að kippa og ég ýlfraði af sársauka, hún vill meina að þetta sé sálrænt en ég finn ennþá fyrir þessu daginn eftir!

Sigrún hári´ af höfði mínu
harkalega kippti af.
Brosti og hló er blæti sínu
beitti á mig og olli pínu
og höfuðverk mér gríðarsterkan gaf.

1.1.05

brandari ársins - aulahúmor rúlar

NÝársDagur runninn upp:

ég er sóði, ég var í sturtu áðan og þetta var eina skiptið sem ég hef farið í sturtu á árinu. hahahaha

ég er sparsamur, ég hef ekki eytt krónu á árinu. hahahahaha

ég er latur, ég hef ekki æft mig neitt á píanó á árinu. hahahahaha


nýársdagur er dagur aulabrandara. Menn láta ekkert tækifæri ónotað til að skjóta fram svona útpældum mega-aula-gullkornum.. ' sýnir að allir elska aulahúmor inn við beinið.
''''kröfurnar eru ekki miklar í byrjun árs. ' ' ' ' ' ' ' á morgunn verð ég aftur einn.
takk fyrir

happy new year! - kvenfélag vesturbæjarkirkju

Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka...

...fokking 2005 ég trúi því ekki, hvaða rugl er í gangi! Ég hefði getað svarið að árið 2000 var í fyrra.
En jæja það er best að byrja síðasta, nei fyrsta pistil nýs árs á jákvæðum nótum. Mturinn í kvöld var frábær! gott rauðvín, villigæs, lamb með gráðaostasósu, svín, kjúklingasalat, grafin gæsabringa o.fl. og fleira. Hjónin Siggi og Sigga gáfu mér síðan sítrónur, sódavatn og myntu í snemmbúna afmælisgjöf - vitandi að ég hafði keypt romm daginn áður - og gat ég þá framleitt mojito kokkteilinn fræga. Og er ég búinn að fá mér nokkur glös af þessum snilldardrykk. pínu tileygður í speglinum,,

Í tilefni af hinum syndugu áramótum dettur mér í hug skringileg mappa er ég sá um daginn. Ég var að leita að heimildum fyrir B.A. ritgerðina mína og varð þá á vegi mínum skemmtileg mappa með gömlum fundargerðum saumaklúbbs kvenfélags vesturbæjarkirkju. Einn fundurinn var sérlega skemmtilegur í sögulegu samhengi. Á fundi þann 3. apríl 1966 var allt kvöldið reynt að finna nýtt og viðkunnanlegt orð yfir "hinn fimmta útlim karlmanna" eins og konurnar orðuðu það. Eftir mikið þref náðist að einskorða tillögurnar við þessi orð:

dabbalingur
fimmti bítillinn
gandálfur
brókarbúi
þumalskrúfa
karlakólfur
kústagosi
gjafagneisti
patreksputti
syndagandur
kenjakitlir
smári
naríunál
þvagrani
álfaprjónn
lindarstrá

Ástæðan fyrir þessari nýyrðasmíði var nýstofnað "Reðursafn Íslands", en þeim fannst nafngiftin á safninu fara illa í munni (vera hreinlega dónalegt) og í staðinn fyrir reður vildu þær koma inn einu af orðunum fyrir ofan. Miklar umræður spunnust um orðin en að lokum var ákveðið að kjósa milli orðanna dabbalingur, smári og álfaprjónn. Átti að kjósa um málið viku seinna en aldrei varð af þeirri kosningu þar sem Bandaríkjamenn sprengdu upp reðursafnið þann fjórða apríl eins og frægt er orðið og því óþarfi að finna nýtt orð. Nýtt reðursafn var síðan ekki reist á Íslandi fyrr en mörgum árum seinna.

Þess má til gamans geta að úr þessu orðasafni var smíðað nafnið á smáralind, sem er eins og allir vita risastórt líkan af dabbaling.


Sögur herma að eftir fundinn, að kvöldi 3. apríl hafi eiginmaður einnar konunnar misst sig úr hlátri er hann heyrði frásögn maka síns af fundinum. Átti hann að hafa kastað fram þessari vísu er þau gengu til náða um kvöldið.

dabbaling í lítinn hring
lauma nú og hef mitt swing.
Englasöng í eyrnagöng
oft má heyra er inn í þröng
göngin lindarstrái sting. ...



En jæja þá er árið búið og nýtt að hefjast og ég ætla ekki að vera enda gamla árið -nei byrja nýja árið með einhverjum dónavísum. Best að enda á góðlegum nótum:

Nú rana skal riðið í dömunnar skaut
og rugga svo fram og til baka.

Nei æ, best að byrja aftur:

Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut
það gjörvallt er runnið á eilífðarbraut
en minning þess víst skal þó vaaaaakaa!

Hin gömlu kynni gleymast ei
enn glóir vín á skál
hin gömlu kynni gleymast ei
né gömul tryggðamál
ó góða góða gamla tíð með gull í mund
ó geymum bróðir biukarrin og blessum liðna stund!!!

Gleðilegt nýtt ÁR!
5 klst liðnar af árinu og best að drulla sér í háttinn
Gleðilegt nýtt ÁR!
ræræræræræ!!