28.2.05

til hjálpar lesblindum IV

Fann mig skyndilega knúinn til að taka frí frá BA riti og gera góðverk. Því ekki að hjálpa lesblindum?!

Það er rangt að skrifa rangt með á-i.
Rangt að skrifa hvað með kái.
Og hvað þá að skrifa kvað með hái?!

Út úr kú er api með béi.
Algjör steypa eru læti með déi.
Og gerðu mér greiða og flengdu með e-i.

tína og týna eru ekki skyld.
Tíndu upp peninga alveg að vild
en týndu þeim ekki, það ekki er snilld.

Kunnir þú ekki skil á ei-i.
Alls ekki skiljir degi og deyi,
já skrifir deyi ei með ey-i

já ef þú á hverjum degi eygir ei, skilning á ei og ey.
Og eigir greyið í eilitlum vanda!!!!!!

Örvæntu ekki Helgi er hér!
Já örvæntu ekki væntu náðar.
Já væntu hjálpar því Helgi er
hér með sínar gáfur dáðar.

(Leiðréttir villur,
já vill leiðrétta!
Réttir leiðsögn
og leiðir vonandi rétt.)

ég fokking anga enn og aftur

Það er ekki gáfulegt að borða heilan bakaðan lauk með 2 hvítlauksgeirum, hvítlauksbakaðar kartöflur og 2 hamborgara kl hálf eitt eftir miðnætti, ég anga... best að fara bara að skrifa BA rit eitthvað fram eftir nóttu.

mmm góð lykt samt!

27.2.05

heilræði vikunnar:

ekki setja hrátt egg í buxnavasann og labba síðan í 25 mín - útkoman er ófögur.

26.2.05

svartur sokkur, hvítur sokkur

Nú er ég að fara að syngja í útskrift við hávirðulegan Háskóla Íslands og eðlilegt að maður klæði sig í snyrtilegan "búning" og allt það. En eitt skil ég ekki, og það er af hverju karlmenn mega ekki vera í hvítum sokkum.
Ég á helling af hvítum sokkum sem liggja bara inn í skáp, nema reyndar ef ég fer í íþróttir, það er eiginlega eini vettvangurinn sem ekki er agnúast út í hvíta sokka. Það er framleitt mikið magn af hvítum sokkum, eins og til að rugla okkur fatavitleysingana í ríminu, en ég er búinn að læra á þetta og er rétt í þessu að smeygja mér í fallega svarta sokka. En þetta sokkamál sökkar!!

En það má líta á sokkamálið sem spennandi heimspekimál, setja upp sokkaklípusögur. Hvað er réttast að gera í hinum ýmsustu sokkakrísum.

vandamál 1) Allir dökku sokkarnir þínir eru óhreinir nema einn stakur. Áttu þó nóg af hvítum. Hvað ber þér ger?

a) fara í einum dökkum og einum hvítum? (af fenginni reynslu er þetta ekki talið viðunandi)
b) fara í einum dökkum en vera ber á hinni löppinni?
c) fara í hvítu pari?
d) fara í táfýlusokkum?
e) fara á tánum?

vandamál 2) Aðeins eitt dökkt par er hreint, en á öðrum sokknum er stórt og myndarlegt gat á stórutá og annað á litlu tá og eitt svakalegt til viðbótar á hælnum. Hvað ber þér ger?

Svona má pæla og spekúlera í málunum en eins og með svo margt annað í lífinu þá er næsta víst að eitt rétt svar er ekki til. Í svona flóknum málum spilar svo margt inn í og seint sem að mannkynið mun verða sammála.

Peace on earth! :->

25.2.05

hugurinn verður í rúminu í dag, ég nennessu ekki!

af hverju getur maður ekki verið á tveimur stöðum í einu? nú er ég að fara að kenna í grafarvogi og mundi gjarnan vilja vera eftir heima líka til að liggja aðeins lengur í hlýja rúminu. svo þarf ég líka nauðsynlega að vera í skólanum í dag, þegar ég verð ennþá í grafarvogi. svolítið erfitt mál. ég hef heyrt því fleygt að innri maðurinn skipti öllu máli. hann verður allavega í rúminu í dag til svona hálf tvö, þó að líkamshylkið mitt verði eitthvað á þvælingi um borgina. ah! best að leggjast aftur (táknrænt séð).

24.2.05

chillidíchill!

Jæja, matarboðið gekk vel, stelpurnar voru þægar og góðar og mitbringuðu m.a.s. zwei vienenflaschen. Cabernet Sauvignon 2002 rauðvínið frá Rosemont Ástralíu var snilld.

Einföld blaðlaukssúpa (að mestu kjúklingabaunir og blaðlaukur) hóf kvöldið og gaf hún góð áhrif. Fyrsta skiptið sem ég prófa svona blaðlaukssúpu en ekki það síðasta. Næst á dagskrá var salat með ýmsu gúmmelaði og sykurgljáðum kjúkling. Þetta salat hef ég oft gert og það klikkar aldrei.
Þá kom röðin að aðalréttinum, sem var svínalund fyllt með döðlum og hvítlauk og ýmsu fínerí sem borin var fram með sætum kartöflum og bökuðum kúrbít sem ég kryddaði með chili og ýmsum kryddum, fennikudufti, kóríanderfræjum, hvítlauk o.fl. Kúrbíturinn gaf skemmtilegan keim. Ís og hnetusúkkulaðikaka í eftirrétt og kaffi og sérrí og grand marnier og amaretto og og og, fátt jafn chillað og svona matarboð ef maður gengur alla leið sko..

Þurfti síðan að vakna í morgun og fara í Kópavoginn að stjórna 40 manna barnakór! Kannski ekki beint það sem maður er í stuði fyrir að morgni eftir svona át og drykkju. nueibb!

Þá er það bara uppvaskið..

21.2.05

what have i done??

6 sæti
5 sætar stelpur
4 sætar kartöflur
3 ósætir réttir
2 sætir réttir
1 sætur strákur

úff! þetta er planið, miðvikudagskvöldið 23. febrúar kl. 19:45 koma 5 altir í heimsókn í 5 rétta borðhald eftir áskorun sem ég tók þar að lútandi. Stærsta matarboð mitt hingað til! Þetta verður erfitt en ég held að það sé enginn femínisti í hópnum þannig að ég ætti að ná að tjónka við stöllur.

Anna Ósk
Ásdís
Erna
Hildur "frænka"
Ýrr

ekki alveg búinn að ákveða matseðil en... ca..

Lystauki
Kjúklingasalat
Blaðlaukssúpa
Fylltar svínalundir með sætum kartöflum
Tiramisú eða súkkulaðibúðingur

bring it on..

19.2.05

Jesús og Ljótur (briddsfélagar?)

Á að vera að gera BA rit en... ætla að eyða nokkrum mínútum í iðjuleysi..

Það er til slatti af mönnum sem heita jesus á Íslandi, einn sem heitir jesu en hvorki meira né minna en tveir sem heita Jesús! Annar heitir Jesús Sigfús og er fæddur ´48 en hinn heitir Kristján Jesús og er 15 ára.

Tveir Íslendingar heita Ljótur! þeir Ljótur Ingason og Ljótur Magnússon, báðir fæddir á fimmta áratugnum.

Fyrir utan hinn alræmda Steingrím Njálsson (1948) er einn annar skráður í þjóðskrá með því nafni, fæddur 1977. Hann býr í Noregi (i wonder why!)

Halim Al, "dæturnar heim" skúrkurinn og fyrrverandi maður Soffíu heitir Ísak Halim Al og er skráður í íslensku þjóðskrána.

Það eru til 7 karlmenn á Íslandi fyrir utan mig sem heita Helgi Heiðar, ég náði samt holyhills@hotmail.com njanjanjanjanjanja...

Enginn á Íslandi heitir Kúkur.

Þetta var skóli lífsins en það er best að halda áfram að rita gerð. Hún ritar sig ekki sjálf.

17.2.05

ég fokking anga!

Merkilegur réttur í gærkvöldi. Bjó til holu í innanlærisvöðva nauts og tróð geira eftir geira af hvítlauk þar inn. Örugglega sjón að sjá! svipað og að horfa á myndband afturábak af rollu að drulla. Vöðvinn, sem kom af hinu fornfræga býli Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit, var mjúkur sem dúnn og angaði skemmtilega af hvítlauk. Ég stakk óvart heilum geira upp í mig og tuggði á og í dag anga ég.

Sjitt hvað ég naut nautsins
af nautaleggnum ægifína.
Þetta var naut allra nauta,
gaf nautnaseggnum nægju sína--
--núna angrar hvítlauksbragðlaukspína.


ps. sem er ágætt reyndar

16.2.05

get huggað mig við... (x+x=2x)

..að nú er búið að stríða mér nóg á næstunni, stríðniskvótinn fyrir næstu 10 ár hlýtur að vera búinn?!

X = Mummi (Akureyri) OG! Nonni (Reykjavík) - bræður mínir semsagt.
(o.fl. vitorðsmenn sem lögðu hönd á plóginn)

Þetta var semsagt samsæri sem teygði anga sína um allt Ísland og ekki nema von þó að ég og mínir helstu ráðgjafar ættum í erfiðleikum með að finna sökudólginn. Mummi var að sjálfsögðu fyrstur á lista grunaðra því uppátækið er týpískt hann! En svo var ljóst að þetta var einhver Reykvíkingur og Mummi því strikaður út. Nonni var sterkt inn í myndinni en hefði þó tæpast tekið upp á þessu einn, en ég er svekktur með að hafa ekki fattað að um samvinnu var að ræða. Ef ég þekki Nonna rétt er hann búinn að hlægja sig illa máttlausan að mér og það er ágætt því hláturinn lengir lífið og því ætti þetta að vega upp á móti sígarettunum ;), hlýtur að bæta svona eins og tveimur árum í sarpinn.

Nú er þessu máli lokið og þar sem ég er góðhjartaður ungur drengur verða engir eftirmálar, en ég vona samt að einhverntímann í fjarlægri framtíð detti mér eitthvað í hug sem kennir þeim lexíurnar sínar. Vissulega vonbrigði að hér var ekki um að ræða íðilfagurt fljóð sem héti mér ævilangri hollustu, en...

oh! að ég skyldi ekki fattetta.
En tannburstinn kemur sér alltént vel!

15.2.05

X is out

Jæja X er komin(n) út úr skápnum.

14.2.05

jess!!

Congratulations, Helgi! Your IQ score is 129

This number is based on a scientific formula that compares how many questions you answered correctly on the Classic IQ Test relative to others. Your Intellectual Type is Visual Mathematician. This means you are gifted at spotting patterns — both in pictures and in numbers. These talents combined with your overall high intelligence make you good at understanding the big picture, which is why people trust your instincts and turn to you for direction...

http://web.tickle.com/

..það er nú alltaf gaman að fá hrós.

13.2.05

African Sanctus

"Einir skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á..."
slíkar setningar voru ekki óalgengar í gær á tónleikum háskólakórsins, allir (flestallir a.m.k. ?!?!) fóru stóránægðir heim og ekki síst flytjendur sjálfir enda var þetta ekki eðlilega gaman. Eftir tónleika var haldið á Brodway þar sem í boði var glæsilegt kvöldverðarhlaðborð á aðeins 1500 kall, æði! Ég át á mig gat af reyktum kjúkling sem bragðaðist eins og svínakjöt. The rest is blurry... ;)

ástarjátning

..til háskólakórsins

ég dýrka að drekka sterkan bjór
dansa við sópran og alt
er í firna flottum kór
sem fyllerí og almennt hór
elskar meira en allt

líf slíkt margir mundu kalla
myrkt og ljótt og holt
ó þeir sömu vita varla
að víf í kór þau elska karla
það sál að sönnu er hollt

já flykkist að mér kvennafans
sem fargi getur eytt
með sætum svip og flottum dans
þær senda mig til andskotans
því aðeins ég hugsa um eitt

þó maður hafi ekki á helvíti lyst
er helvíti gaman að neyta
sötra á víni og syngja af list
sötra svo meira og hlusta á Liszt
já slíku ég neita að neita

10.2.05

kúkur og piss

Þeim sem finnst fyrirsögnin ekki boða gott er vinsamlega bent hingað.

Það verður ein og aðeins ein krafa sem ég geri í sambandi við brúðkaupið mitt, takið vel eftir dömur. Það á að fara í skemmtilega brúðkaupsreisu og í henni verður komið við hér og teknar brúðkaupsmyndir.

"Kúkur og piss húmor" er alltaf klassískur og fellur aldrei úr gildi. Gummi vinur minn hefur þau orð ætíð í heiðri og gaf meira að segja út hljómplötu með hljómsveit sinni, the sacred satan, sem hét því skemmtilega nafni halað brúnu niður úr klóinu (sjálfstætt frh. plötunnar halað bláu niður af netinu sem hlaut einróma lof gagnrýnenda). Á þessari nýju plötu er að finna lög eins og hardlife, reynt til hins ítrasta, með undanrennu í færeyjum, twinkle twinkle little star, ekki meiri sveskjur!, hring(vöðva)dans og svo þekktasta lagið - valsinn Lort out the ring, sem hljómað hefur talsvert á öldum ljósvakans að undanförnu. Ég vildi bara benda þeim sem ekki þekktu til á þessa stórgóðu plötu.

Enda bara á því að birta textann við lagið Lort out the ring:

Þegar ég horfði á Lord of the Rings.
Sprautaðist næstum því lort out my ring.
Ég þoli ekki langdregnar myndir!

Þegar atriðin komu í slowmotion
byrjaði hringvöðvaþjómotion,
því ég þoli ekki langdregnar myndir!

Eftir meira en þriggja tíma setu
hugsaði ég bara um tvennt.
Mína elskulegu klósettsetu
og læri mín sundurglennt.

Að horfa á sjónvarp er ágætt víst
en öllu má ofgera það er víst.
Ég þoli ekki langdregnar myndir!

Langar senur þó víst séu pro,
láta mann langa í stærðfræðipróf.
það er skárra en langdregnar myndir!

Ef sit ég í sófa í tímana tvo
þá nóg er ég búinn að fá.
En það sýnir mér alveg í heimana tvo
ef þarf ég að sitja í þrjá.

sóló..

Nú kallar á mig á sinn hátt
klóið góða snjallt og hátt.
Já búin er langdregna myndin!

Spurning hvort nái samt nógu fljótt
á klóið með ullandi rándýr ljótt.
Það ullar því löng var svo myndin!

Fyllir núna stór minn veika anus
massi á stærð við úranus.
Verður show er treður sér úr anus,
geislavirkt úran, uss!


huss ush uss uss uss
búuú á langdregnar myndir!
tralalalala

Aldrei aftur hanga í slíkan tíma
ætla ég í sófa brúnaþungur.
Tími ekki í það mínum tíma
og vont er að vera
já vont er að vera
svona lengi af svona brúnu svona þungur.

tralalala tralalala
(fade out, but when the music has almost vanished, a soothing little sound of a friendly fart fills the ears and thus emphasising what this song is all about. The fart brings the music to a complete stop)

B.A. ritgerðin

Jess, ég er hálfnaður með BA ritgerðina!!! Ég er búinn að forma eina setningu, loksins byrjaður, og hálfnað er víst verk ef hafið er.
Setningin hljómar annars svona: Sjostakovits byrjar fyrstu prelúdíu sína með greinilegri skírskotun til fyrstu prelúdíu Bachs.

En jæja ætli það sé ekki best að reyna að gera nokkrar setningar í viðbót fyrir svefninn.
Næsta setning verður væntanlega eitthvað á þessa leið: Það gerir hann með því að nota nákvæmlega sömu tóna í upphafshljóminn eins og Bach gerði, þ.e. einstrikað c, e og g og tvístrikað c og e.
Svo er bara að halda áfram!...

9.2.05

Halló!

ég gleymdi að blogga um breikið. Hér er upptaka af mínum fyrsta söng í sjónvarpi (sem ég man eftir allavega!), í mósaík 8. feb. Undir lok þáttarins.

Hef gaman af því að syngja við þetta, hálfgert karaókí. Vissulega halló en það er hægt að vera skemmtilega hallærislegur, og svo er hægt að vera leiðinlega hallærislegur - eins og þetta!

7.2.05

SEINFELD rúlar

Búinn að setja linka á aðalkallinn
m.a. handrit að öllum þáttunum.
Birti af því tilefni þrjú góð samtöl

[Setting: Jerry and George on a Bus]
GEORGE: It's just not good, it's not good.
JERRY: It's not good ?
GEORGE: I'm bored. She's boring, I'm boring, we're both boring. We got out to eat, we both read newspapers.
JERRY: Well at breakfast everybody reads.
GEORGE: No. Lunch we read, dinner we read.
JERRY: You read during lunch?
GEORGE: Ya
JERRY: Oh, well.
GEORGE: There's nothing to talk about.
JERRY: Ya, what's there to talk about.
GEORGE: Well at least you and I are talking about how there's nothing to talk about.
JERRY: Why don't you talk to her about how there's nothing to talk about?
GEORGE: She knows there is nothing to talk about.
JERRY: At least you'll be talking.
GEORGE: Oh shut up.(Al comes onto the bus)
AL: Hey, look who's here.
JERRY: Hey, Al.
GEORGE: Hey, Al. How's it going?
AL: (extremely happy) Deeply in love. We have soo many things to talk about. Sometimes we'll talk all night, till the sun comes up (pauses in his happiness; to George) so how about you?
GEORGE: Oh I'm seeing someone, yes. You know her, Daphne Bower.
AL: Great girl.
GEORGE: We have no need to speak. We communicate with deep soulful looks.



[Monk's]
George is sitting at the counter perusing a magazine. The waitress comes overto take his order.
WAITRESS: What d'you want?
GEORGE: Ah, I've had everything on the menu. Uh, surprise me.
The waitress disappears out back. George goes back to reading. Behind him, abeautiful woman enters, and approaches him.
DANIELLE: (to George) Neil.
The woman touches George on his shoulder, to get his attention.
DANIELLE: Neil.
George turns to face the woman.
DANIELLE: (apologetic) Oh, I am sorry. (smiling broadly) I'm supposed to meetmy boyfriend here. He looks just like you.
GEORGE: (bemused) Really?
DANIELLE: (smiling) Yeah.
GEORGE: (pointing to himself) Like me?
DANIELLE: Uh-huh. Sorry.
Danielle walks away with a wave. George sits there, looking stunned.
GEORGE: (confused, to himself) Like me? But how?
The waitress returns from the back and puts a plate down on the counterbefore George.
WAITRESS: Here's your halibut omelette. Surprised?
GEORGE: Yes, yes, I am.


Scene At the restaurant!
George is coming from the bathroom to sit with his bride-to-be.
George: I will never understand the bathrooms in this country. Why is it that the doors on the stalls do not come all the way down to the floor?
Susan: Well, maybe it's so you can see if there's someone in there.
George: Isn't that why we have locks on the doors?
Susan: Well, as a backup system, in case the lock is broken, you can see if it's taken.
George: A backup system? We're designing bathroom doors with our legs exposed in anticipation of the locks not working? That's not a system. That's a complete breakdown of the system.
Susan: Can we change the subject, please?
George: Why? What's wrong with the subject? This is a bad subject?
Susan: No, fine. If you wanna keep talking about it, we'll talk about it.
George: It's not that I want to keep talking about it? just think that the subject should resolve itself based on its own momentum.
Susan: Well, I didn't think that it had any momentum.
George: (To himself) How am I gonna do this? I'm engaged to this woman? She doesn't even like me. Change the subject? Toilets were the subject. We don't even share the same interests.

Bolla boll!

Jæja bolludagur að kveldi kominn.. Bollur þrýsta sér út um eyrun. Ég er að verða búinn með allt sem ég bakaði. Á næsta ári ætla ég að gera meira úr bolludeginum! bjóða í kaffi og búa til vatnsdeigs- og gerbollur, ekki bara gerbollur. Einungis fjórir fengu bollu í ár; Anna Kolbrún og Friðrik, Bára og Ásdís. Restinni hef ég raðað í mig. Ef þú hefðir dinglað í gær X, þá hefðirðu getað fengið. En þú ert kannski ekkert fyrir bollur?!.

6.2.05

til hjálpar lesblindum III

jæja x has done it again! mér finnst viðeigandi að setja fram vísur til hjálpar lesblindum af því tilefni.

Nú segir frá tveimur einmanna prestum, séra Snæ og séra Sæ, sem létta hvor öðrum lífið í sínum litlu sóknum í kumbaldanum á Vestfjörðum.

(ath! til flækingar er séra hér stundum notað sem nafnorð)

pínu flækja en ætti að vera auðlesið í fyrstu tilraun, annars þarf skerpingu!

Sérstakir Sérar:

Séra Sær sér séra Snæ
oft sækja sér sæg af fisk úr sæ.
Er sér hann sérann skera hann fer hann og ber hann,
fiskinn heim fyrir séra Snæ.

Svo fá sérar sér í glas!
sérrítár, sér í tá, sér sérar elska að fá.
Já hellt er í og aftur í og enn á ný. Í fyllerí æ fullt er í
glösum sérum (er enginn sér um) hjá.

Ef þeir drekka of mikið, einmanna greyin, er sjón að sjá!

Þó pínu pína píni pínu sérana
þeir brosa bara og haldast í hendur.
Þvílík sjón að sjá en bara verst að enginn sér hana.
Er drukknum sérum blý blý stendur.

Ef fólkið sæi á milli þeirra bibba þeirra rísa,
sæi Sæ strjúka Snæ og Snæ sjúga Sæ!
Biblíubibbar yrðu nefndir bibbavibbar
og báðum bibbalingum yrði varpað út í snæ.


vibbi=viðbjóður
lesist hægt og virðulega með votti af hæðni í röddinni. Gjarnan með "Nú er frost á fróni" spilað lágt í bakgrunni

eating balls

ohh! græðgi... var að klára fjórðu bolluna í kvöld, kl er 20 mín yfir eitt. Bolluþolið mitt er ekki nógu gott, mér er orðið pínu flökurt...

að borða bollur minnir sjálfsagt dálítið á kynlíf fyrir konur. Gott á meðan á því stendur, en ef ekki er farið varlega geta málin þróast út í morgunógleði og erfiðar losanir úr líkamsopi að neðan.

svo ekki minnst á stækkandi magann..

5.2.05

Spennandi kvöld!

Ég ætlaði að fá mér kæfubrauð í gærkvöldi en fann ekki kæfuna. Ég var mjög hissa. En mínútu seinna fann ég hana baka til í ísskápnum (bak við bláberjasultukrukku).

En fyrir utan þetta gerðist fátt markvert í gærkvöldi. Sum kvöld eru víst meira spennandi en önnur!

En það er víst bolludagur á mánudaginn! svo nú er ég að fara að baka bollur, je...

4.2.05

fjórar staðreyndir V

mig langar í banana
ég á ekki banana
ég nenni ekki að fara og kaupa mér banana
ég er ekki á leiðinni að borða banana

staðreyndir sem umlykja hvor aðra í fullkominni harmóníu og láta mér líða quite miserable.

at the moment,,,

3.2.05

skjótt skipast veður í lofti

var að enda við að væla yfir og vodafone og fleiru.. en! heimsótti þá og var þá ekki litli mússímússí krúsídúllan bara tilbúinn með allan pakkann. Þannig að nú sit ég heima hjá mér og drita á netið, vúhú. ADSL I love ya!

mér sem leið rétt áðan einhvernveginn svona:

djöfull er Djöfullinn gjöfull
á djöfulsins pínu og kvöl.
Enda er Djöfullinn djöfull
og djöflar eru víst böl.

en nú er allt í goody, guðs mildi búin að sýna sig, hrein og skær. vííííííhí...


ps. Djöfsi minn, ég líð ekki svona platgjafir aftur (eða var mig að dreyma?).

Djöfsi gaf mér að gjöf ull
en gjöfin var djöfulsins plat
ég hrópaði DJÖFULSINS DJÖFULL!
já djöflaðist eins og ég gat.

jú líklegast var þetta bara draumur. Netið er komið og það er það sem skiptir máli! I´ll never complain again.

Að láta vaða yfir sig á skítugum skónum

ýmsir stafir sem leita á huga minn þessa dagana:

X: hefur ekki látið heyra í sér lengi, var þetta bara draumur allt saman?

a,d,s og l: ich möchte das net haben

B,A - L,H og Í: B.A. ritgerðin og listaháskólinn, úffídíúff. Verð að reyna að yfirbuga letina. Er nú reyndar búinn að fá heilmikla hjálp í gegnum bloggið með ritgjörðina. En ég birti kannski nánari vinnuleiðbeiningar síðar til að fólk geti áttað sig betur á því um hvað ritgerðin á að snúast, og þannig verður hjálpin kannski eilítið markvissari.


En nú ætla ég að fara að tala við gaurinn í vodafone, ég labbaði þar framhjá í gær en fór ekki inn. Fann vissulega fyrir löngun til að splattera en lét mér nægja enn eitt illt auga, ég veit ekki hvað ég er búinn að gefa honum mörg, en nú ætla ég að tala við hann!
Það er ekkert gaman að vera bloggari sem er ekki með net nema nokkrar mín á dag. Ég læt ekki vaða yfir mig lengur. (yeah right!)