the beauty of the blog III
Ég ætla pottþétt að fá mér þráðlaust net eftir áramót, það er algjör snilld að geta legið upp í rúmi og vafrað og bloggað og pælt!
Tæknin nú til dags er makalaus og bloggið er snilld þegar maður er makalaus. Þar sem ég ligg hér makalaus í fleti mínu þegar sólin er hnigin til viðar er gott að geta nýtt sér hina þráðlausu nettækni fyrir andlega útrás. Ég stefni að því að gera góðan slatta af því á komandi ári.
Dyggir lesendur bloggs míns í gegnum dagana muna eflaust eftir að blogginu hefur verið líkt við gæludýr og sálræna skák við páfann. Á sama hátt má einnig líta á það sem andlegan viðrekstur - Það má líta á það að blogga sem að freta á netið - í andlegum skilningi. og þeir sem lesa bloggið eru þá í raun að hlusta á sál mína prumpa!
FRETAÐ Á NETINU
Ligg í leti í mínu fleti.
Ligg en vafra á interneti.
Fæ útrás með innrás á heimili þitt.
Sjá í vetur, sálartetur
sífellt mun um sólarsetur
blogga, -það er mitt sálarshit.
Skrítið getur stafrænt letur
starfað sem minn andans fretur.
Hratt nú af spenningi sest upp við dogg.
Leggst aftur í fletið, læði á netið
litlum hvelli, heyrðu fretið!
Svona er the beauty of the blog.
(Best er að lesa vísuna upphátt með sterkum norðlenskum hreim!)